Um kerfið
Póststoð er gátt hjá Póstinum sem mörg íslensk fyrirtæki nota til að skrá sendingar á pökkum til viðskiptavina sinna.
Í þessu skjali förum við með ykkur yfir feril og uppsetningu Póststoðar og tengingar inni í Microsoft Dynamics Business Central. Pósturinn hefur gefið út API svo önnur forrit geti talað við Póststoðina og skráð sendingar í gegnum vefþjónustur.
Wise hefur skrifað tengil við vefþjónustu Póststoðar sem gerir viðskiptavinum kleift að stofna sendingar beint úr sölupöntunum, sölureikningum og bókuðum söluskjölum í Business Central.