Uppsetning kerfisins
Uppsetning í kerfinu er einföld. Byrjað er að fara í Tannhjólið og veljið Uppsetning með hjálp.
Farið verður ítarlega í hvert atriði í undirköflum.

Veljið úr listanum Setja upp Póststoð Wise.

Við það opnast nýr gluggi sem kallast Póststoð Wise uppsetningaraðstoð. Setjið inn API grunnslóð og veljið því næst Næsta:

Stofnið þær verslanir sem þið eruð að vinna með og skráið inn API lykil (sjá hér). API lykil er hægt að nálgast með því að skrá þig inn á Póststoð hjá þínu fyrirtæki og velja Annað > Verslanir, velja blýantinn hægra megin yfir viðkomandi verslun. Ýta því næst á takkann Sækja API lykil. Því næst er að prufa tengingu með því að smella á hnappinn Prufa tengingu og ef allt er í lagi, velja Næsta.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er Ljúka:

Til hamingju! Grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.