Skip to main content

Vinnuferlið

Eftir að búið er að stofna sölupöntun eða sölureikning í BC er þetta ferillinn sem tekur við:

  1. Notandi smellir á Aðgerðir > Aðgerðir og velur Stofna Póststoð sendingu áður en reikningur er bókaður.

2. Þá kemur upp form sem þarf að fylla út.

Viðtakandi: Fylla þarf út upplýsingar um viðtakanda sendinga. Sjálfkrafa koma upplýsingar úr sendist-til upplýsingum úr söluskjalinu, en hægt er að breyta þeim áður en sent er á Póststoð í þessum glugga.

Valmöguleikar: Velja þarf hvort viðtakandi eigi að greiða við móttöku og fjölda pakka.

Annað: Velja þarf hvort prenta eigi límmiða á pakka beint úr kerfinu. Athugið að hér er sérstakt forrit frá Póstinum sem þarf að vera sett upp á vél notandans. Nánari leiðbeiningar má finna hér.

Hér þarf einnig að velja hvaða verslun er verið að senda frá. Einungis er nauðsynlegt að breyta gildinu ef fleiri en ein verslun er sett upp í fyrirtækinu í BC (til dæmis tvær mismunandi staðsetningar undir sömu kennitölu).

Afhendingarþjónusta: Hér er valið hvernig afhendingarþjónusta er notuð fyrir sendinguna.

3. Þegar búið er að fylla út í formið er valið Í lagi.

Þá sendir kerfið upplýsingar um sendinguna á Póststoð og skráist hún þar inn.

4. Til baka fær kerfið sendingarnúmer sem vistað er í reitnum Sendingarnúmer á söluhaus.

5. Þá getur notandinn bókað sölureikninginn.

Reiturinn Sendingarnúmer er einnig aðgengilegur á bókuðum sölureikningum. Til að sjá númerið þarf að opna reikninginn og rúlla neðst niður til að sjá Sendingarnúmer.

Aðgerðin er einnig í boði í bókuðum sölureikningum ef notandi gleymir að búa til sendingu áður en bókun á sér stað. Þá er hægt að velja Aðgerðir og Stofna Póststoð sendingu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.