Yfirlit yfir sendingar og prentun límmiða
Í þessum glugga birtist listi yfir allar sendingar sem hafa verið stofnaðar í kerfinu og hér er hægt að prenta límmiða fyrir sendingarnar.
Prentun límmiða
Hægt er að prenta límmiða sendingar í sömu aðgerð og sending er skráð í Póststoð eins og sýnt er hér fyrir neðan. Prentunin á sér ekki stað í gegnum Business Central, heldur sendast upplýsingar um sendinguna í Póststoð client (biðlara) sem Pósturinn úthlutar. Úr því forriti prentast límmiði sendingar. Þetta forrit þarf að vera sett upp á vél notandans.