Til þessa að yfirfara launaseðla í útborgun ef valinn liðurinn Launaseðlar á valblaðinu. Þá opnast listi yfir launaseðlana í útborguninni og hægt er að skoða þá nánar og breyta þeim ef þarf.

Hér eru allir launaseðlar útborgunarinnar. Héðan eru seðlarnir opnaðir til frekari vinnslu og hér er hægt að framkvæma allar þær aðgerðir sem tengjast launavinnslunni. Flýtileiðir eru inn á starf og starfsmann beint úr valinni línu ef skoða þarf eða breyta forsendum þar. Ef breytingar eru gerðar á starfaspjaldi kemur athugasemd á launaseðil og lína hans verður rauð í töflu.