Launavinnsluferlið í stuttu máli - endurgerð
Ef gengið er út frá því að allar grunnupplýsingar um launþega séu þegar skráðar er algengasta vinnulagið við launavinnslu eftirfarandi:
Laun, kröfur og fjarvistir skráðar í skráningarbækur eða flutt þangað úr öðrum kerfum.
Launaliðir skráðir í launabók. Hægt er að sækja fasta launaliði í Fastar launabækur sem haldið er utanum á starfaspjöldum. Einnig er hægt að sækja upplýsingar úr verkbókhaldi, úr veiðiferðum og ýmsum tímaskráningarkerfum ásamt því að lesa inn í launabók úr Excel skjali.
Kröfuliðir skráðir í kröfubók. Einnig er hægt að sækja fasta kröfuliði í Fastar kröfubækur sem haldið er utan um á starfaspjöldum. Einnig er hægt að sækja kröfur úr viðskiptamannabókhaldi ásamt því að lesa inn kröfur úr Excel skjali.
Útborgun stofnuð og færslurnar úr skráningarbókunum staðfestar inn í hana.
Launaseðlar stofnaðir og laun reiknuð á grundvelli fyrrnefndra færslna.
Athugið að það er hægt að sækja beint úr föstum launa- og kröfubókum í þessa aðgerð og sleppa því að lesa fasta liði fyrst inn í skráningarbækur og staðfesta þaðan. Þessu er stýrt í uppsetningu á útborgunartegund eða í stofngögnum.
Laun bókuð og færslur myndast í fjárhagsbókhaldi.
Laun greidd út, greiðsluskrár launa og orlofs sendar í banka
Launaseðlar sendir rafrænt í heimabanka og/eða með tölvupósti.
Staðgreiðslu og tryggingargjaldi skilað rafrænt.
Skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga skilað rafrænt eftir því sem móttakendur vilja.