Skip to main content
Skip table of contents

Launavinnsluferlið í stuttu máli - endurgerð

Ef gengið er út frá því að allar grunnupplýsingar um launþega séu þegar skráðar er algengasta vinnulagið við launavinnslu eftirfarandi:

  1. Laun, kröfur og fjarvistir skráðar í skráningarbækur eða flutt þangað úr öðrum kerfum.

    1. Launaliðir skráðir í launabók. Hægt er að sækja fasta launaliði í Fastar launabækur sem haldið er utanum á starfaspjöldum. Einnig er hægt að sækja upplýsingar úr verkbókhaldi, úr veiðiferðum og ýmsum tímaskráningarkerfum ásamt því að lesa inn í launabók úr Excel skjali.

    2. Kröfuliðir skráðir í kröfubók. Einnig er hægt að sækja fasta kröfuliði í Fastar kröfubækur sem haldið er utan um á starfaspjöldum. Einnig er hægt að sækja kröfur úr viðskiptamannabókhaldi ásamt því að lesa inn kröfur úr Excel skjali.

  2. Útborgun stofnuð og færslurnar úr skráningarbókunum staðfestar inn í hana.

  3. Launaseðlar stofnaðir og laun reiknuð á grundvelli fyrrnefndra færslna.

    1. Athugið að það er hægt að sækja beint úr föstum launa- og kröfubókum í þessa aðgerð og sleppa því að lesa fasta liði fyrst inn í skráningarbækur og staðfesta þaðan. Þessu er stýrt í uppsetningu á útborgunartegund eða í stofngögnum.

  4. Laun bókuð og færslur myndast í fjárhagsbókhaldi.

    1. Laun greidd út, greiðsluskrár launa og orlofs sendar í banka

    2. Launaseðlar sendir rafrænt í heimabanka og/eða með tölvupósti.

    3. Staðgreiðslu og tryggingargjaldi skilað rafrænt.

    4. Skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga skilað rafrænt eftir því sem móttakendur vilja.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.