Skip to main content
Skip table of contents

Starfsmenn og störf

Í Launakerfi Wise eru upplýsingar um starfsmenn og störf í tveimur töflum. Önnur þeirra heitir Starfsmenn og þar er haldið utan um allar upplýsingar sem fylgja starfsmanninum en eru óháðar því hvaða starfi hann sinnir.

Starfsmenn eru aðgreindir hvor frá öðrum með kennitölu. Í töfluna Starfsmenn eru því skráðar upplýsingar um persónuafslátt og þess háttar, heimilisfang, greiðslumáta launa, birtingarmáta launaseðla og flest það sem hægt er að skrá án þess að það skipti máli hvaða starf viðkomandi starfsmaður vinnur.
Þegar valið er Starfsmenn á myndinni hér að ofan opnast listi yfir starfsmenn. Úr honum eru flýtileiðir inn á ýmis atriði sem hægt er að stilla án þess að opna spjald starfsmannsins sjálfs.

Á spjaldið Starfsmenn eru skráðar upplýsingar í starfsmannatöfluna en það eru þær upplýsingar sem tengjast starfsmanninum sjálfum óháð því hvaða starfi eða störfum hann sinnir.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.