Uppsetning á Launakerfi Wise
Í uppsetningu eru sett upp helstu grunnatriði er varða Launakerfi Wise. Þar er einnig hægt að opna notendatöflu Launakerfis Wise og töflu sem inniheldur þær tölur sem liggja til grundvallar útreikningi á staðgreiðslu.
Hér er farið stuttlega yfir nokkra reiti sem eru á borðanum Almennt í uppsetningarvalmynd. Undir þessum lið eru skilgreind ýmis atriði varðandi launaseðil. Til dæmis hvort sundurliða á hann eftir störfum og hvort það á að birta mynd fyrirtækis á seðlinum, kjarasamninga eða mótframlög lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Athugið að alltaf má fara með bendil yfir reit til að fá nánari útskýringar á virkni hans.
Reitur | Skýring |
---|---|
Síðasta fylgiskjal | Á hverri útborgunartegund er skilgreind færslubók og eðlilegt er að skilgreina númeraraðir á færslubækurnar. Ef það er ekki gert þá er hægt að setja fylgiskjalsnúmer í þennan reit og kerfið uppfærir hann við hverja bókun. |
Orlofsútreikningur | Hægt að velja hvort orlofsútreikningur á að vera hefðbundinn eða hlutfall af tímum. Hefðbundinn útreikningur miðar við að orlof reiknist af launum 12 mánuði á ári þannig að launþegi fái laun og safni orlofi í sumarfríi. |
Orlof lagt inn á banka | Hægt er að skilgreina hvort allt orlof er lagt inn á banka eða hvort dregin er frá staðgreiðsla, iðgjöld og fleira fyrst. |
Villuleita launabókarlínur | Ef hakað er í þennan reit litast ófullgerðar launalínur með rauðum lit. |
Hlutfall endurhæfingarsjóðs | Hér þarf hlutfallið að vera 0,1 en ekki þarf að hugsa um endurhæfingarsjóð á stéttarfélögum eða lífeyrissjóðum. Þessi reitur er settur upp í uppsetningarhjálpinni og honum þarf ekki að breyta nema hlutfall greiðslna í sjóðinn breytist. |