Útborgun í vinnslu bakfærð
Hafi útborgun ekki verið bókuð er hægt að bakfæra launavinnsluna í heild sinni, hluta af henni eða einstaka launaseðla undir Opnar launavinnslur.
Ef bakfæra á alla útborgunina er hnappurinn Bakfæra á aðgerðarborða launavinnslunnar
Ef smellt er á Launaseðlar koma upp allir launaseðlar sem tilheyra útborguninni. Þar er hægt að bakfæra stakan launaseðil án þess að það hafi áhrif á útborgun annarra starfsmanna.
Mikilvægt er að hafa í huga áður en farið er í bakfærslu að leiðréttingar launa- og kröfubækur séu ávallt tómar til að koma í veg fyrir rugling. Í leiðréttingarbókum er svo unnið með bakfærsluna, henni eytt, breytt eða eins og hentar hverju sinni.