Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Yfirlit

Grunnupplýsingar um launþega eru geymdar í tveimur töflum í Launakerfi Wise. Annars vegar í töflu sem heitir Starfsmenn og geymir þær sem eru ótengdar því hvaða störf hann vinnur hjá fyrirtækinu og hins vegar í töflu sem heitir Störf en þar eru allar upplýsingar um laun, félagsgjöld, orlof, lífeyrissjóði og þess háttar sem tengjast starfssviði hans og ráðningarsamningi. Það þýðir að auðvelt er að reikna laun þó að starfsmaðurinn vinni tvö eða fleiri störf á sama tíma. Við launavinnslu er hægt að skoða alla launaseðla og allar skilagreinar áður en útborgun er framkvæmd og bókuð í fjárhag.


Skref 1

Ef fyrirtæki reiknar laun samkvæmt föstum launaliðum væri skynsamlegt að hafa fyrsta skref í launavinnslu að stofna útborgun.  Með réttum stillingum, sem farið er yfir hér aftar, er hægt að smella einfaldlega á Stofna og reikna launaseðla og þá er búið að reikna útborgun miðað við fasta launaliði.  Þeir launa- og kröfuliðir sem ekki eru fastir eru síðan færðir inn í bækur og staðfestir til viðbótar í útborgun og endurreiknað.   


Skref 2

Að loknum útreikningum er farið vel yfir seðlana og síðan er hægt að greiða út laun og senda launaseðla í banka.  Sömuleiðis er hægt að senda allar skilagreinar úr kerfinu.  Athugið mismunandi fresti á skilagreinum en sumar þeirra hafa einungis nokkra virka daga, svo sem skilagrein eftirágreiddra opinberra gjalda.  Sjálfsagt er að senda skilagreinar fyrr en á eindaga greiðslu ef einhver vandamál skyldu koma upp við skil.

Að loknum útreikningum og greiðslu er sjálfsagt að bóka útborgun í fjárhag en einfalt er að bakfæra með fjárhagsbókun ef þess þarf. 


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.