Áætlanir
Áætluð skipaumferð
Hægt er að halda utan um áætlaða skipaumferð á hverri höfn fyrir sig, þá er búið til Áætlað skipakomuspjald fyrir hverja áætlaða komu.
Áætlað skipakomuspjald
Þar eru skráðar sömu upplýsingar og eru skráðar á venjulega skipakomu en þar eru viðbótar reitir fyrir áætlaða komudags/tíma og áætlaða brottfarardags/tíma.
Við stofnun spjaldsins þá er staðan Áætluð. Þegar skráningu er lokið er áætlunin staðfest við að ýta á hnappinn Staðfesta áætlun og við það myndast áætlaðar skipakomulínur.
Þegar koma skipsins er staðfest þá er sett inn raunveruleg Komudagsetning og komutími og ýtt á hnappinn Staðfesta áætlaða komu. Þá breytist Staða áætlunarspjaldsins í Komið og á sama tíma verður til Skipakomuspjald. Reiturinn Skipskomunúmer fær þá inn númer skipakomuspjaldsins til að tengja saman áætlaða skipakomu við raunverulega skipakomu.
Á listanum Áætlaðar skipakomur listi er yfirlit yfir allar áætlaðar skipakomur sem hafa verið gerðar og eru með stöðuna áætluð eða koma.