Gjaldliðir Hafnarkerfis
Byggð á gjaldaliðum getur verið mismunandi verð á sama gjaldaliðnum eftir því hvort að rukkað sé fyrir hverja komu, mánaðarlega eða árlega.
Heiti reits | Skýring |
---|---|
Gjaldaliður nr. | Númer Gjaldaliðsins |
Lýsing | Þetta er lýsingin sem fer á sölureikninginn |
Magnregla | Segir til um það hvernig reiturinn Magn fyllist út þegar svona færsla er mynduð í Skipakomu: Innslegið: þá er magnið alltaf slegið inn af notandanum. Samt sem áður er hægt að nota sjálfgefið magn (sjá næsta dálk). Magnið má setja um leið og skipakoman stofnuð en hægt er að breyta því á meðan skipið er í landi. Brúttótonn: magnið er sett jafnt og brúttótonn skipsins og skráist um leið og færslan er stofnuð. Brúttótonn x hálfir dagar: magnið verður brúttótonn skipsins margafaldið með fjölda hálfra daga sem skipið er í landi. Magnið reiknast um leið og skipið er skráð farið, því þá er fyrst hægt að reikna lengd dvalarinnar. Brúttótonn x dagar: magnið verður brúttótonn skipsins margafaldið með fjölda daga sem skipið er í landi. Magnið reiknast um leið og skipið er skráð farið, því þá er fyrst hægt að reikna lengd dvalarinnar. Fjöldi daga: er notað við útreikning fyrir magnreglu. Fjöldi daga margfaldast við magnregluna Fjöldi hálfra daga: Notað við útreikning fyrir magnreglu. Ef aðeins á að reikna hálfan dag við magnregluna. |
Sjálfgefið magn | Þegar Magnregla = Innslegið er hægt að setja hérna það magn sem á að koma sjálfgefið inn við stofnun línu. |
Hlutfalla magn skv. lengd tímabils | Haka skal hér ef þetta verð er hugsað fyrir mánuð, þ.e. á að hlutfallast samkvæmt hlutfalli tímabilsins af heilum mánuði. |
Tegund | Hér er valið á milli Forða, Vöru eða Fjárhagsreiknings |
Nr. | Nr. forða/Vöru/Fjárhagsreiknings |
Lýsing | Lýsing Forða/Vöru/Fjárhagsreiknings |
Lágmarksgjald | Hér er sett lágmarksupphæð ef ekki á að reikningsfæra lægra en ákveðna upphæð. |
Hám. fjöldi f.reikn.tímabili | Ef færsla af þessari gerð má ekki reikningsfærast nema ákveðið oft innan mánaðar, þá er hámarksfjöldinn tilgreindur hér. Ef gildið hér er 2 þá er t.d lestargjald sem dæmi er ekki hægt að reikna nema 2 í mánuði |
Sjálfgefið |