Reikningstímabil
Hér fer reikningagerðin fram – það fyrsta sem er gert er að stofna tímabil fyrir árið og þær tímabilstegundir sem eru í gangi.
Næsta skref er svo að Sækja skipakomur tímabils, þá eru allar skipakomur sóttar sem eru með stöðuna langtímalega, sama Gjaldflokk og Tegund reikningstímabilsins.
Dálkarnir Fjöldi skipakoma, Fjöldi reikningsfært og Fjöldi bókaðir uppfærist þá með þeim fjölda skipakoma sem finnast á viðkomandi tímabili eftir stöðu skipskomanna.
Hægt er að skoða skipakomur með því að kafa ofan í töluna eða velja Skoða skipakomur tímabilsins á aðgerðaborðanum.
Ef allar skipakomur eru réttar þá er valin aðgerðin Stofna reikninga á aðgerða borðanum, við það myndast sölureikningar fyrir skipskomur sem ekki hafa verið reikningsfærðar og dálkurinn fjöldi skipakoma fer í núll en reiturinn fjöldi reikningsfært uppfærist sömuleiðis með sömu tölu.
Síðasta skrefið er svo að Bóka reikninga, aftur uppfærist listinn og Fjöldi reikningsfært fer í núll - svo framanlega að allir reikningarnir hafi bókast og gildið í reitnum Fjöldi bókaðra reikninga uppfærist.
Þessi reikningakeyrsla er notuð til að reikningsfæra þær skipakomur sem ekki hafa verið reikningsfærðar eftir brottför.
Keyrslan virkar þannig að hún keyrir á skipakomur á ákveðnu tímabili og stofnar reikninga bæði fyrir föst gjöld og þá notkun sem gæti verið búið að skrá á skipin. Ef til dæmis er verið að keyra mánaðarreikninga fyrir janúar, þá skoðar reikningakeyrslan öll skipakomuspjöld sem hafa stöðuna Langtímalega eða Farið.
Þetta þýðir það að fyrir alla báta sem eru í landi þarf að vera til skipakomuspjald, annars verður ekki til reikningur fyrir föstum gjöldum.
Aðgerðin er ræst með hnappnum Sækja skipakomur tímabil.
Það sem gerist fyrir hverja skipakomu sem uppfyllir afmarkanirnar:
Fyrir hvert skip er skoðuð uppsetningin í Gjaldliðir fyrir tegundir skipa, þ.e. leitað eftir Tegund skipsins og Gjaldflokki og reiknuð út þau gjöld sem eru. Ef sett er upp lína með Stofnun línu = sjálfvirkt þá er stofnuð forðalína fyrir þá verðuppsetningu sem passar fyrir Gjaldflokk skipsins.
Allar óbókaðar línur fyrir valið tímabil eru bókaðar.
Stofnaður er reikningur fyrir skipakomuna.
Sölulínur eru stofnaðar á reikninginn fyrir allar þær skipakomulínur sem var verið að bóka.
Ef Gjaldfærslan er Langlegubátur og staða skipakomunnar er Farið og búið er að reikningsfæra fram yfir Brottfarardags., þá er stöðunni breytt í Reikningsfært = skipakoman lendir ekki aftur í reikningakeyrslunni.
Ef staða skipakomunnar er Langtímalega eða Í landi verður staðan áfram óbreytt