Skipaskrá
Í Hafnarkerfinu er skipaskrá. Ekki er til tenging við skipaskrá en hægt að fletta upp skipum hér Uppfletting í skipaskrá | Ísland.is (island.is) . Hafnir hafa kosið að stofna sjálf þá báta sem eru mest á ferðinni um höfnina.
Skipaskrárlistinn geymir lista af öllum skipum sem skráð eru í kerfið – þar er hægt að sjá heildartölu yfir skráðar skipakomur, sjá komur(skipakomur) og skipakomufærslur hjá hverju og einu skipi. Farið verður yfir spjald skips og reitir útskýrðir hér á eftir.


Skipaskrárnúmer- Nota númer skips í skipaskrá
Heimahöfn -Uppfletting í lista- heimahöfn viðkomandi skips
Tegund- Flokkun hafnar á tegundum skipa
Gjaldflokkur - Gjaldflokkur og tegund skips stjórna því hvernig skipakoma er gjaldfærð. Gjaldflokkurinn stýrir gjaldfærslunni
Gjaldfærsla - Stjórnar því hvenær koma skips er reikningsfærð:
Við brottför eða í reikningstímabil
Reikningur per brottför - Haft hak ef á að vera sér reikningur fyrir hverja skipskomu, annars eru nokkrar skipskomur sameinaðar á reikning í lok tímabils
Kallmerki - Kallmerki skipsins
Imo númer - Auðkenni skips sem gefið er út af Alþjóðasiglingastofnun
Umdæmisnúmer - Kenni skips í hvaða umdæmi það er skráð
VSK viðskipabókunarflokkur: Þessi skráning tekur yfir skráningu á viðskiptamanni
Almennur viðskiptabókunarflokkur: Val um hvaða viðskipabókunarflokk á að hafa

Brúttótonn - Stærð skips - mikilvægt að hafa þetta inni, gjaldskrá miðast oft við brúttotonn skips
Djúprista- Djúprista skips
Lengd - lengs skips
Breidd- breidd skips
Dýpt - dýpt skips

Það er gott að hafa þetta inni því það flýtir fyrir skráningu á skipskomu.
Sjálfgefin höfn - Sú höfn sem skip stoppar oftast í.
Sjálfg. hafnarsvæði - Það hafnarsvæði sem oftast er lagt við.
Sjálfgefið erindi - Erindi sem skip á oftast í höfn