Skipaskrárlisti / Skipaskrárspjald
Skipaskrárlistinn geymir lista af öllum skipum sem skráð eru í kerfið – þar er hægt að sjá heildartölu yfir skráðar skipakomur, sjá komur(skipakomur) og skipakomufærslur hjá hverju og einu skipi. Farið verður yfir spjald skips og reitir útskýrðir hér á eftir.
Skipaskrárspjald
Rauð merktur reitirnir verða að vera útfylltir.
Heiti reits | Skýring |
---|---|
Skipaskrárnúmer | Nota númer skips í skipaskrá |
Heimahöfn | Uppfletting í lista |
Tegund | Flokkun hafnar á tegundum skipa |
Gjaldflokkur | Gjaldflokkur og Tegund skips stjórna því hvernig skipakoma er gjaldfærð. Gjaldflokkurinn stýrir gjaldfærslunni. |
Gjaldfærsla | Stjórnar því hvenær koma skips er reikningsfærð Við brottför Reikningstímabil |
Kallmerki | Kallmerki skipsins. |
IMO númer | Auðkenni skips sem gefið er út af Alþjóðasiglingastofnunni. |
Umdæmisnúmer | Kenni skips í hvaða umdæmi hann er skráður í. |
Alm. viðskiptabókunarfl. | Þessi skráning tekur yfir skráningu á viðskiptamanni. |
Reikningur per brottför | Ef Gjaldfærsla er Reikningstímabil og ef hakað er í þennan reit, þá verður til reikningur fyrir hverja brottför, annars verður til einn reikningur með mörgum brottförum. |