Skipaumferðarlisti
Þessi listi veitir upplýsingar um alla umferð um höfnina. Hann er greindur í eftirfarandi flokka fyrir hverja höfn, farið er í hvern flokk nánar hér að neðan.
Skráning
Í landi
Farið
Reikningsfært
Langtímalega (smábátur)
Skráning
Listi yfir skip þar sem koma hefur verið skráð, en ekki staðfest.
Í landi
Skip þar sem koma hefur verið staðfest. Þegar tvísmellt er á komunúmer birtist spjald fyrir komuna.
Glugginn er þrískiptur. Efst eru upplýsingar um komuna, í miðju er listi yfir þá þjónustu sem skráð hefur verið á þessum tímapunkti og að síðustu yfirlit um feril þessarar komu.
Í skipakomulínum geta verið reiknuð gjöld eins og t.d. Bryggjugjald sem fer eftir fjölda daga sem skipið er í landi en svo er gjald eins og Hafnsögugjald sem liggur fyrir við komu ásamt úrgangsgjaldi. Magn af seldu vatni þarf að skrá. Hér er hægt að bæta við skráningu nýrra gjalda eftir þörfum meðan skipið er í höfn.
Farið
Til að skip fái þessa stöðu þarf að:
Vera búið að skrá í reitina Brottfarardags. og Brottfarartími.
Smella á hnappinn Skrá brottför á spjaldinu, eða á Brottför á yfirlitsforminu.
Skipakoman fær nú stöðuna Farið. Eftir er að ganga frá reikningsfærslu. Skipakomulínur eru aðgengilegar til skráningar.
Gengið er frá lokaskráningu þeirrar þjónustu sem skipið fékk og koma reikningsfærð.
Reikningsfært
Til að hægt sé að reikningsfæra einstaka komu þarf:
Staða að vera Farið
Gjaldfærsla - þarf að vera Við brottför
Langtímalega (smábátur)
Listi yfir smábáta í höfn hverju sinni. Ekki er skráð brottför á smábáta nema þeir fari annað eða séu teknir í land.
Hér er hægt að skoða Skipakomufærslur og Skipakomulínur sem sýnir þá hvaða gjöld hafa verið rukkuð og fyrir hvaða tímabil.