Skip to main content
Skip table of contents

Skipskomur

Þegar skipskoma er skráð þá nota starfsmenn hafnarinnar glugga í kerfinu sem kallast “skipakomulisti” . Í þessum glugga er listi yfir þau skip sem hafa farið um höfnina. Hægt er að breyta sýninni og afmarka á ákveðna stöður t.d farin skip eða reikningsfærð

Skráning skipakomu

image-20250327-111807.png

Skráð er inn komudagsetning, komutími og skipaskrárnúmer. Aðrar upplýsingar í haus eru sóttar í upplýsingar um skipið í skipaskrá.

Síðan er að velja staðfesta komu

Staðan breytist þá í Í landi.

Skipskomulínur myndast miðað við uppsetningu í gjaldaliðir fyrir tegundir skipa

image-20250327-112047.png

Hér er hægt að bæta og breyta skipskomulínum í takt við það sem á að vera á reikningnum. Einnig er hægt að skrá inn mælaupplýsingar .

Til að skrá inn mælaupplýsingar er valinn hnappurinn skrá inn mælaupplýsingar - þá opnast nýr gluggi sem heitir “Hafnarmælaskráning”. Skráðar inn upphafsstaða og staða á mæli við aflestur. Síðan er valið að stofna mælalínur á skipskomu

image-20250327-121206.png

Þegar skip fer þá er skráð brottfarardagsetning og tími og skrá brottför. Mögulega sést ekki í svæðið “brottfarardags” og “brottfarartími”, en þá þarf bara að velja “sýna meira”, þannig að öll svæðin á spjaldinu eru sýnileg.

image-20250327-121446.png

Ef það á að senda reikning strax þá er valið að reikningsfæra. Ef reikningur er sendur út í lok tímabils er ekkert gert meira og þegar skipskomur eru sóttar í reikningstímabil síðar verður til reikningur.

Þegar um langtímabáta er að ræða þá er skráð skipskoma en ekki skráður brottfarardags, það þarf að fara undir aðgerðir og velja skrá sem langtímalegu ( smábát) . Langtímalegubátar eru bara skráðir með brottfaradagsetningu ef þeir hætta í þjónustu td teknir á land eða fara eitthvað annað.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.