Vinnsluferli
Öll skip eru skráð þegar þau koma í höfn. Farið er inn í Skipaumferð listi eða Skipakomur í skráningu. Valið er Nýtt efst á skjámynd vinstra megin.
Hér verður að skrá í alla reiti. Komunúmer er einkvæmt númer sem sótt er við skráningu þannig að notandi skráir ekki í þennan reit. Hægt er að setja sjálfgefið hafnarsvæði og erindi á skipaskrárnúmer til að flýta komuskráningu.
Næsta skref er að staðfesta komuna við að ýta á þar til gerðan hnapp á aðgerðarborðanum. Við að ýta á hnappinn koma fram þeir gjaldaliðir sem eru skráðir sem sjálfgefnir í stofnun línu ( Gjaldliðir fyrir tegundir skipa). Einnig er hægt að bæta við gjaldaliðum handvirkt.
Við staðfestingu fær skipakoman ýmist stöðuna Í landi eða langtímalega eftir þeim gjaldflokki/gjaldfærslu sem skipið hefur.