Skip to main content
Skip table of contents

Yfirlit yfir ferlið

Grunnuppsetning

Það er ákveðin grunnuppsetning sem þarf að gera áður en hægt er að byrja að skrá skipakomur.  Þessar uppsetningar eru:

  • Hafnarkótar- og númeraraðir til að gefa skipakomu númer.

  • Lesa þarf inn Skipaskrá og tengja skipin við rétta flokka

  • Setja upp galdaliði sem á að nota.

  • Fyrir hvern flokk skips þarf að tína saman þá gjaldaliði sem má reikningsfæra á fyrir viðkomandi flokk.

Skráning skipakomu

Umsjónarmenn í höfninni nota glugga í kerfinu sem kallast Skipaumferð – listi. Í þessum glugga er listi yfir þau skip sem hafa farið um höfnina. Hægt er að breyta sýninni og afmarka á ákveðna stöðu t.d. farin skip eða reikningsfærð.

  • Skipakoma - Umsjónarmaður í höfninni stofnar nýja færslu fyrir hverja skipakomu. Þegar skráningin er staðfest koma allir þeir gjaldaliðir sem áætlað er að skipið eigi að greiða hverju sinni.

  • Í höfn - Á meðan skipið er í landi má síðan bæta við fleiri færslum eftir hentisemi.

  • Brottför - Við brottför skipsins er smellt á hnappinn Skrá brottför og þá fær skipakoman stöðuna farið. Um leið og þetta gerist uppreiknast þau gjöld sem eru háð dvalartíma skipsins í landi. Þá er spjaldið tilbúið til reikningagerðar en það þarf ekki endilega að stofna reikninginn strax.

Reikningsfærsla - Við brottför

Skipakomur með stöðuna farið og gjaldflokkinn Koma eru reikningsfærðar þegar hentar.

  • Reikningurinn stofnast og hægt er að bæta inn á hann texta ef þarf.

  • Skipakoman fær stöðuna Reikningsfært.

  • Síðan er reikningurinn bókaður

Reikningsfærsla - Reikningstímabil

Sum skip eru í langtímadvöl og eru þá reikningsfærð á ákveðnum tímapunktum (t.d. mánaðarlega, ársfjórðungslega eða árlega) með reikningakeyrslu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.