Skip to main content
Skip table of contents

22.0.20240115.41152 - Útgáfulýsing

Þessi RSM útgáfa bætir við nýrri kjarnavirkni í RSM og bætir við Wise sem skeytamiðlara. Nú þurfa viðskiptavinir ekki lengur að gera samning við þriðja aðila til að fá þjónustu fyrir skeyti heldur semja beint við Wise. Haft er samband við söludeild Wise sem gengur frá samningi.

Nýtt

Wise Courier sem skeytamiðlari

Ný uppsetning

Nú þegar RSM kerfi er sett upp er efsti valmöguleikinn Wise Courier sem er skeytamiðlari Wise. Þegar Wise Courier er sett upp er sjálfkrafa valið PEPPOL BIS snið til að senda á viðskiptavini fyrir nýja viðskiptavini.

Eldri uppsetning

Þegar breyta á núverandi uppsetning á RSM til að styðja við WiseCourier er nú hægt að fara í Stillingar og velja Wise Courier sem skeytamiðlara

PEPPOL Reikningar endurbættir

Miklar endurbætur hafa verið gerða á bæði útfarandi og innfarandi vegna PEPPOL BILLING BIS 3.0 skjala sem er nýjasti staðalinn fyrir skeyti sem er mælt með að aðilar noti. Þetta tryggir að RSM styðji við nýjustu staðlaða og tryggir framtíðarvirkni. Endurbæturnar hjálpa við skilvirka innlestur þessara tegunda skjala.

Gjaldmiðlar flytjast yfir

Áður fyrr ef að reikningur var í gjaldmiðli í RSM fluttist hann alltaf yfir í innkaup eða samþykkt í gjaldmiðli fyrirtækis. Nú er hægt að stilla að nota gjaldmiðilskóta rafræns skjal og flytja skjalið í gjaldmiðlinum yfir í innkaup eða samþykkt.

image-20240115-114611.png

Lagfærslur

Uppáskrift

  • Lagfært var villa sem olli því að ekki var hægt að senda yfir í uppáskrift ef að of margar bókunarstýringar voru til.

  • Í sumum tilfellum gat magn verið jákvætt á kreditreikningum enn átti að vera neikvætt

Almennar

  • Virðisaukaskattslagfæringar þegar verið var að senda reikninga sem eru með fullum vsk eða hálfum vski eru sendar yfir á fjárhagslykil sem er 0%

  • Óþekkt villa gat komið upp ef að tilvísanir á vörum voru ekki til

  • Hægt er núna að afvirkja sjálfvirkt valdar reglur í RSM

  • Valmöguleiki að geta falið upphæðir frá RSM yfir í Innkaupareikningum

  • Rangt vörunúmer var stundum að sendast yfir í Innkaup

  • Í sumum tilfellum gat reikningslínur ekki reiknast rétt þegar fært var yfir í Innkaup ef að Lánardrottinn var settur upp með Verð með vsk og flutt var yfir án lykla sem voru án vsk.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.