Bakvinnsla
RSM Bakvinnsla geymir öll skjöl sem lesin eru inn eða send. Þegar glugginn er opnaður þá sjást einungis þau skjöl sem á eftir að vinna með eða eru að valda villum í innlestri. Ferlið er þannig að þegar sóttir eru reikningar frá skeytamiðlara þá er byrjað á því að lesa öll skjölin inn í þessa töflu og svo er farið í að setja þá inn í Innkaupareikningur listi.
Ef fjöldi reikninga sem sóttir hafa verið er minni en sá sem búist var við þá er hægt að fara í þennan hluta kerfisins og athuga hvort að reikningur hafi farið á villu.
Bæði upplýsingar fyrir útsend skjöl og móttekin skjöl má finna í bakvinnslu.
Hér er svo hægt að lesa reikninginn aftur inn með því að velja Vinna úr völdum/öllum skeytum eftir að búið er að leysa villuna.
Hnappurinn Log skrá gerir þér kleift að sjá XML skjalið.