Um kerfið – Rafrænir reikningar Wise
Kerfiseiningin gengur undir nafninu RSM og er tilgangurinn að annast miðlun rafrænna skjala (reikninga, kreditreikninga og pantana) með milligöngu skeytamiðlunar Wise. Einnig er hægt að lesa inn og senda rafræn skjöl í möppu á vél viðkomandi eða sameiginlegt drif fyrirtækis. Hér er um að ræða upplýsingar sem flæða úr einu fyrirtæki inn í annað.
RSM kerfiseiningin styður tækniforskriftir Staðlaráðs Íslands fyrir rafræn viðskipti/rafræna reikninga eða TS 135, TS 136, TS 317, TS 138 og TS 236.