Skip to main content
Skip table of contents

Umhverfi

Aðalvalmynd RSM kerfisins

Aðalvalmynd RSM kerfisins samanstendur af nokkrum gluggum sem skiptast í yfirflokkana Heim, sending skjala, móttekin skjöl og Stillingar.Heim:

 • Lánardrottnar - yfirlit yfir þá lánardrottna sem eru tilgreindir sem RSM lánardrottnar. ATH að í Sveitarfélagsgrunnum kallast þetta RSM Viðskiptamenn.

 • Viðskiptavinir - yfirlit yfir þá viðskiptavini sem eru tilgreindir sem RSM viðskiptavinir. ATH að í Sveitarfélagsgrunnum kallast þetta RSM Viðskiptamenn.

Sending skjala:

 • Ósend skjöl í þessum glugga eru bókaðir reikningar sem eiga að fara í rafræna sendingu.

 • Send skjöl – í þessum glugga eru reikningar sem sendir hafa verið rafrænt.

 • Viðskiptavinir – yfirlit yfir þá viðskiptavini sem eru tilgreindir sem RSM viðskiptavinir. ATH að í Sveitarfélagsgrunnum kallast þetta RSM Viðskiptamenn.

Móttekin skjöl:

 • Móttekin skjöl – í þessum glugga eru mótteknir rafrænir reikningar

 • Meðhöndluð skjöl – Þegar reikningur er sendur yfir í uppáskrift eða færslubók þá færist hann yfir í RSM frágengnir reikningar.

 • Lánardrottnar – yfirlit yfir þá lánardrottna sem eru tilgreindir sem RSM lánardrottnar. ATH að í Sveitarfélagsgrunnum kallast þetta RSM Viðskiptamenn.


Stillingar:

 • RSM grunnur – í þessum glugga eru settar inn stillingar fyrir kerfið bæði hvað varðar móttöku og sendingu ásamt tengiupplýsingum við skeytamiðlara og gagnagrunn.

 • RSM möppun – hér eru kótar í Business Central fyrir VSK, greiðsluhætti og mælieiningar mappaðar á móti kótum í rafræna kerfinu.

 • RSM bókunaruppsetningar – yfirlit yfir þær bókunarstýringar sem búið er að gera í kerfinu.

 • RSM bakvinnsla – yfirlit yfir öll skeyti sem hafa verið sótt og send frá skeytamiðlara og staðan á þeim.

Um hvern lið verður fjallað ítarlegar í köflunum hér á eftir.

Skeytamiðlanir

Wise rekur skeytamiðlun Wise, enn skeytamiðlun tryggir það að reikningar, pantanir og önnur rafræn skjöl ná til allra óháð þjónustuaðila.
Hægt er að tengjast þessum skeytamiðlurum í gegnum vefþjónustur sem ýmist senda eða sækja reikninga til þeirra út frá Business Central.
Gerður er samningur við Wise um notkun á skeytamiðlun.


Þessar upplýsingar eru settar upp í Stillingar – RSM grunnur.
Hér eru settar inn slóðir á vefþjónustu, notandanafn og lykilorð viðkomandi fyrirtækis. Hvaða reiti á að fylla út getur verið mismunandi eftir því hvaða skeytamiðlari á hlut.Hlutverk skeytamiðlarans er að taka á móti XML skeytinu sem Business Central hefur búið til úr bókaða sölureikningnum, villutékka það og senda það áfram í inbox móttakandans. Hversu mikið villutékkið er getur verið mismunandi á milli skeytamiðlara en alltaf er samt gert grunn tékk á skeytinu þannig að það uppfylli lágmarkskröfur um reikning.
Sendendur geta lent í því að það komi tölvupóstur eða villa frá skeytamiðlaranum með skilaboðum um að skeytið/reikningurinn standist ekki staðalinn og þá þarf að skoða hvers vegna, lagfæra og svo endursenda reikninginn.
Hér á eftir verður farið nánar í hvaða ástæður geta legið að baki því að reikningur fellur á villuprófun.

Staðlar

Við tölum um staðla í rafrænum reikningum en réttara er að nota orðið tækniforskrift, það er í raun uppskrift af því hvernig reikningurinn þ.e. xml-skeytið er uppbyggt.
TS 236 er nýjast útgefna tækniforskriftin sem var gefin út í desember 2018 og er eini gildi staðallinn í dag. Þrátt fyrir það að TS 236 sé eina gilda tækniforskriftin þá eru tveir aðrir staðlar í notkun þ.e TS 135 (NES – UBL) (Norður Evrópu staðall) og TS 136 (BII - Business Interoperability Interface) sem er samevrópskur staðall.
BII er nýrri staðallinn og innan hans er staðall fyrir kreditreikning og pöntun en í NES – UBL var eingöngu lýst reikningi. TS 236 tækniforskriftin sem gengur undir heitinu PEPPOL BIS3 á einnig við reikning en í þessu skjali er einnig hægt að skilgreina kreditreikning.

Það er Staðlaráð Íslands sem gefur út þessar tækniforskriftir.

 • TS 135 - Rafrænn reikningur

 • TS 137 - Rafrænt kreditreikningur

 • TS 138 - Rafræn Pöntun

 • TS 142 - Greiðslutilkynning

 • TS 236 - Rafrænn reikningur

Nýjasta útgáfan af RSM kerfinu styður við tækniforskriftirnar TS 135 (NES), TS 136(BII), TS 137 og TS 138 TS 142 og TS 236 þ.e getur bæði sent og tekið á móti á PEPPOL BIS3, NES-UBL og BII.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.