Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning í öðrum kerfum

Stofngögn fyrirtækis



Til þess að finna Stofngögn fyrirtækis er farið í tannhjólið efst í horninu hægra megin og valið Upplýsingar um fyrirtækið eða farið í leitargluggann (Alt+Q) og leitað eftir stofngögn. Þar eru settar inn allar stofnupplýsingar um fyrirtækið sem á bókhaldið. Margar skýrslur í BC sækja hingað upplýsingar og mikilvægt að hafa upplýsingar hér uppfærðar og réttar.
Fyrir RSM kerfið er mikilvægt að tilgreina VSK númer – Landakóta, kennitölu fyrirtækis og bankareikning.

Uppáskriftarkerfi Wise

Í uppáskriftargrunni eru settar inn stýringar sem Uppáskriftarkerfi Wise styðst við þegar verið er að bóka. Það sem er mikilvægt hér er að setja inn Númeraröð RSM reikninga í flipann Númeraröð.
Uppáskriftanotendur – hér þarf að tilgreina númeraröð RSM reikninga á uppáskriftarnotandanum svo að reikningurinn sem er sendur yfir í uppáskrift fái ekki sömu númeraröðina og handskráðu reikningarnir. Þ.e. fái þá númeraröð sem skilgreind var í uppáskriftargrunni sem númeraröð RSM reikninga.

Greiðsluháttarkótar

Athuga þarf að greiðsluhátturinn sem er mappaður á móti 49 (greiðsluseðill) sé með greiðsluformið Greiðsluseðill.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.