Uppsetning - RSM möppun og Kótar
Grunnur
Til að byrja að nota kerfið þarf að fara í RSM-grunnur sem er undir Stillingar í valmynd RSM. Hér er kerfið stillt með tilliti til þeirrar skeytamiðlunar sem notast er/verður við. Hér að neðan er fjallað ítarlega um RSM möppun og Kóta.
RSM Möppun
Til að hægt sé að nota greiðsluháttarkóta úr rafrænum reikningi þarf að setja upp möppun á milli greiðsluháttarkóta í skeytunum og greiðsluháttarkóta í BC17. Hægt er að skilgreina fleiri atriði en þau sem nefnd eru hér fyrir neðan:
Greiðsluháttur
Greiðsluskilmálar
Mælieining
VSK
Úr aðalvalmynd Rafræn Sending og Móttaka er farið í Stillingar og valið RSM möppun eða því slegið inn í leitarglugga.
Reitayfirlit
Reitur | Skýring |
---|---|
Tafla | Tafla til dæmis Greiðsluháttur, Greiðsluskilmálar, Mælieining eða VSK. |
Kóti | Kóti er greiðsluhátturinn í BC17. |
Tegund | Tegund er Einkenni, Kóði eða Texti. |
Umbreyta í kóta | Um er að ræða RSM kóta sem má nota og eru samkvæmt staðli fyrir rafræna reikninga. Kótarnir eru gefnir út af Staðlaráði Íslands. |
Ekki senda | Segir til um hvort kerfið á að stofna RSM sölureikninga fyrir sölureikninga með þessum ákveðna kóða. |
Ef valið er GRS þá þarf að passa að greiðsluformið á GRS sé greiðsluseðill
RSM Kótar
RSM kótarnir eru skilgreindir á eftirfarandi hátt í rafrænum reikningum.
Greiðsluháttur
Kóti | Lýsing |
---|---|
1 | Ekki skilgreindur |
10 | Peningagreiðsla |
20 | Ávísun |
30 | Erlend millifærsla milli reikninga |
42 | Innlend millifærsla milli reikninga |
49 | Greiðslu- eða innheimtuþjónusta (þ.m.t. Kröfupottur, Greiðsluseðlar)* |
50 | Gírógreiðslureikningar |
97 | Uppgjör sem viðskiptaaðilar hafa komið sér saman um |
Mælieining
Kóti | Lýsing |
---|---|
C62 | Stykki |
KGS | Kíló |
MTR | Metri2 |
LTR | Lítrar |
MTK | Fermetri |
MTQ | Rúmmetri |
KMT | Kílómeter |
TNE | Tonn (metric) |
KWH | Kílówattsstund |
DAY | Dagur |
HUR | Klukkustund |
VSK
Kóti | Lýsing |
---|---|
S | 24 |
AA | 11 |
E | 0 |
Leyfiskerfi Wise
Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.