Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning - RSM möppun og Kótar

Grunnur

Til að byrja að nota kerfið þarf að fara í RSM-grunnur sem er undir Stillingar í valmynd RSM. Hér er kerfið stillt með tilliti til þeirrar skeytamiðlunar sem notast er/verður við. Hér að neðan er fjallað ítarlega um RSM möppun og Kóta.

RSM Möppun

Til að hægt sé að nota greiðsluháttarkóta úr rafrænum reikningi þarf að setja upp möppun á milli greiðsluháttarkóta í skeytunum og greiðsluháttarkóta í BC17. Hægt er að skilgreina fleiri atriði en þau sem nefnd eru hér fyrir neðan:

  • Greiðsluháttur

  • Greiðsluskilmálar

  • Mælieining

  • VSK

Úr aðalvalmynd Rafræn Sending og Móttaka er farið í Stillingar og valið RSM möppun eða því slegið inn í leitarglugga.

Reitayfirlit

Reitur

Skýring

Tafla

Tafla til dæmis Greiðsluháttur, Greiðsluskilmálar, Mælieining eða VSK.

Kóti

Kóti er greiðsluhátturinn í BC17.

Tegund

Tegund er Einkenni, Kóði eða Texti.

Umbreyta í kóta

Um er að ræða RSM kóta sem má nota og eru samkvæmt staðli fyrir rafræna reikninga. Kótarnir eru gefnir út af Staðlaráði Íslands.

Ekki senda

Segir til um hvort kerfið á að stofna RSM sölureikninga fyrir sölureikninga með þessum ákveðna kóða.


Ef valið er GRS þá þarf að passa að greiðsluformið á GRS sé greiðsluseðill


RSM Kótar

RSM kótarnir eru skilgreindir á eftirfarandi hátt í rafrænum reikningum.

Greiðsluháttur

Kóti

Lýsing

1

Ekki skilgreindur

10

Peningagreiðsla

20

Ávísun

30

Erlend millifærsla milli reikninga

42

Innlend millifærsla milli reikninga

49

Greiðslu- eða innheimtuþjónusta (þ.m.t. Kröfupottur, Greiðsluseðlar)*

50

Gírógreiðslureikningar

97

Uppgjör sem viðskiptaaðilar hafa komið sér saman um

Mælieining

Kóti

Lýsing

C62

Stykki

KGS

Kíló

MTR

Metri2

LTR

Lítrar

MTK

Fermetri

MTQ

Rúmmetri

KMT

Kílómeter

TNE

Tonn (metric)

KWH

Kílówattsstund

DAY

Dagur

HUR

Klukkustund

VSK

Kóti

Lýsing

S

24

AA

11

E

0

Leyfiskerfi Wise

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.