Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning með uppsetningarálfi

Til að byrja með þarf að setja Rafræna reikninga Wise upp í Business Central. Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp Rafræna reikninga Wise fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álf.

Uppsetning rafræna reikninga


Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.



Veljið Setja upp Rafræna reikniknga Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

 


Við það opnast nýr gluggi Uppsetningarálfur. Veljið þar Áfram.


Skref 1. Haka við ef nota á Selt til upplýsingar


Skref 2. uppsetning viðbótaupplýsingar - skilgreina hvar verða settar inn ítarupplýsingar sem berast eiga til viðskiptavinar. Þessum upplýsingum er alltaf hægt að breyta eftir á.


Skref 3. Val um hvort sameina eigi línur á sölureikningum. Þessum upplýsingum er alltaf hægt að breyta eftir á.

Skref 4. Bókunaraðferð - segir hvar bóka á reikning - þrjár leiðir Uppáskrift, innkaup eða færslubók. Eftir þessa uppsetningu þá er næsta skref breytilegt eftir því hvað valið er.

Ef valið er að bóka í uppáskrift þá þarf að velja hvert í uppáskriftakerfinu reikningur á að fara - hvort hann eigi að fara í skráningu (mælum með því til að byrja með) eða beint til viðkomandi samþykkjanda í uppáskrift.

Ef færslubók er valin þá kemur upp gluggi þar sem þarf að velja hvaða færslubók á að nota.

Skref 5. Þar þarf að setja inn upp lýsingar um skeytamiðlara

Skref 6. Velja í hvaða fyrirtæki uppsetningin á að taka gildi fyrir.

Þegar búið er að velja fyrirtæki þá er uppsetningu lokið.


Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.