Uppsetning - Reikningar
Grunnur
Til að byrja að nota kerfið þarf að fara í RSM-grunnur sem er undir Stillingar í valmynd RSM. Hér er kerfið stillt með tilliti til þeirrar skeytamiðlunar sem notast er/verður við. Hér að neðan er fjallað ítarlega um móttöku reikninga og sendingu rafrænna reikninga.
Móttaka reikninga
Reitayfirlit
Reitur | Skýring |
---|---|
Taka á móti skeytum á kennitölu | Kennitala fyrirtækis sem á að taka á móti skeytunum. Þarf að taka fram ef nokkur fyrirtæki eru að nota sama auðkenni hjá skeytamiðlara. |
Slóð á vefþjónustu til að birta reikning á skjá |
|
Kóti greiðsluskilmála frá lánardrottni | Ef hakað er við, eru upplýsingar sóttar í lánardrottnaspjald annars í viðkomandi reikning |
Greiðsluháttarkóti frá lánardrottni | Ef hakað er við, eru upplýsingar sóttar í lánardrottnaspjald annars í viðkomandi reikning |
Kennitala með bandstriki | Ef kennitala er með bandstriki þá tekur kerfið það út |
Vörutilvísun | Á bara við ef verið er að senda vörur í innkaup |
Bókunaraðferð | Val um hvaða aðferð á að nota til að bóka innkaupareikning :
|
Sameina línur með sömu tilvísun | Ef hakað við að sameina línur þá sér kerfið um að sameina allar línur úr reikningnum sem hafa sömu tilvísun. Þetta getur verið gagnlegt þegar reikningar eru stórir eins og til dæmis reikningar frá Orkuveitunni. |
Eindag í stað gjalddag | Ef kerfið á að setja inn eindag í stað gjalddag. |
Leiðrétta upphæð í línum | Ef haus og lína stemmir ekki, þá leiðréttir kerfið að hámarki þá upphæð sem er sett hér. |
Sléttun | Upphæðir í sölulínum bera oft á tímum aukastafi. Hér er hægt að velja hvernig á að meðhöndla þá. Möguleikarnir eru:
|
Lýsing Bókunaruppsetning | Upplýsingar um hvaða gögn eiga að skila sér sjálfkrafa í lýsingu bókunarstýringar við stofnun hennar. |
Erfa bókunarstýringu | Þegar bókunarstýring er búin til spyr kerfið hvort erfa eigi bókunarstýringu síðustu línu sem búin var til á þessum lánardrottni. Ef valið er já afritar kerfið síðast notaða lykil, deild og uppáskriftaraðila og stofnar stýringuna skv. því. |
Slökkva á “Finna bókunarstýringu” | Skilgreinir hvort eigi ekki að leita að bókunarstýringum. Þegar þetta er valið þá mun kerfið ekki leita að né uppfæra bókunarstýringar þegar nýr reikningur er búinn til. |
RSM Tilboðanr.röð | Númeraröð fyrir innsend tilboð í RSM. |
RSM Pantananr.röð | Númeraröð fyrir innsendar pantanir í RSM. |
RSM Nr.röð reikninga | Númeraröð innsendra reikninga í RSM. |
RSM Nr.röð kreditreikninga | Númeraröð innsendra kreditreikninga í RSM. |
RSM Nr.röð fyrir innkaup | Númeraröð fyrir innkaup í RSM. |
Uppáskriftarkerfi Wise | Hvert reikningar eiga að stýrast úr RSM innkaupum, skráning reikninga í uppáskriftakerfi eða beint í uppáskrift. |
Leyfa ófrágengnar línur | Ef hakað er við þennan reit þá leyfir kerfið að senda ófrágengið yfir í uppáskrift. |
Villa ef til er í uppáskriftarkerfi | Ef hakað er í þennan reit þá kannar kerfið hvort að reikningur er nú þegar til í uppáskrift og skilar villu ef svo er. |
Búa til bókunarstýringar | Skýrslunúmer fyrir bókunarstýringar. Einungis notað í keyrslum. |
Sniðmát færslubókar | Ef bóka á reikninga í færslubók þarf að bæta við sniðmáti færslubókar. Fyllist út ef bókunaraðferðin færslubók, annars skyggðir. |
Færslubókarkeyrsla | Heiti færslubókakeyrslu. Fyllist út ef bókunaraðferðin Færslubók, annars skyggðir. |
Nr. röð reikninga. | Númerröð færslunnar í færslubók. Fyllist út ef bókunaraðferðin færslubók annars skyggðir |
|
|
Sending rafrænna reikninga
Reitayfirlit
Reitur | Skýring |
---|---|
Er nr. vskm. kennitala | Segir til um hvort viðskiptanúmer er kennitala eða ekki |
Ná í greiðsluupplýsingar Innheimtukerfis | Ef kerfið á að sækja greiðsluupplýsingar úr innheimtukerfi Wise er hakað í þennan reit. Greiðslurönd úr innheimtukerfinu skilar sér þá á rafræna sölureikninginn. Ath. að það verður að vera búið að stofna kröfuna í innheimtukerfinu áður en reikningur er sendur úr RSM kerfi svo greiðslurönd skili sér. |
Nota Selt-til upplýsingar | Ef nota á Selt til upplýsingar af reikningi við sendingu reikninga. |
Sveitarfélagakerfi í notkun | Upplýsingar um hvort fyrirtækið notar Sveitarfélagalausn Wise. |
Ekki prenta RSM reikninga við bókun | Ef viðskiptavinur er skilgreindur sem RSM viðskiptavinur er hér tilgreint hvort sölureikningsskýrsla eigi að prentast út eða ekki. Ef hakað er í þennan reit um ekki vera hægt að prenta út sölureikninga á RSM viðskiptavini. |
Lýsing (Note). | Hér er valið hvaða gögn eiga að birtast í reitnum Lýsing (Note) á sendum sölureikningum |
Pöntunartilvísun | Hér er valinn sá reitur á sölureikningi sem á að afrita í Pöntunartilvíun á rafræna sölureikningnum. Gögnin úr reitnum afritast þá í dálkinn Order reference í xml skeytinu. |
Bókunarupplýsingar (Accounting Cost): | Hér er valinn sá reitur á sölureikningi sem á að afrita í Bókunarupplýsingar (AccountingCost) á rafræna sölureikningnum. Gögnin úr reitnum afritast þá í dálkinn AccountingCost í xml skeytinu. |
Bókunarupplýsingar (Accounting cost line): | Hér er valinn sá reitur á sölureikningi sem á að afrita í Bókunarupplýsingar Lína (Accountingcost) á rafræna sölureikningnum. Gögnin úr reitnum afritast þá í dálkinn AccountingCost fyrir línur í xml skeytinu. |
Skilmálar | Skilmálar sem koma fram á rafrænum sölureikningi ef fyllt er út í eindaga sem er reitur frá innheimtukerfi Wise. Ekki er þörf á að hafa skilmála útfyllta. |
Vinnuskýrsla | Númer vinnuskýrslu í kerfinu. Á einungis við ef verkbókhald er í notkun. |
Sameina vörur með sama vörunúmeri | Ef sama vörunúmer kemur á fleiri en einni línu getur kerfið sameinað þær í eina línu í stað margra og reiknað magn fjölda. |
Sameina forða með sama forðanúmeri | Ef sami forði kemur á fleiri en eina línu getur kerfið sameinað forðana í eina línu í stað margra og reiknað magn fjölda. |
Sameina alla forða | Ef kerfið á að sameina alla forða og fá eina heildar línu. |
Sameina fjárhagsreikning með sama númeri | Ef fleiri en einn fjárhagsreikningur er með sama númeri er hægt að sameina þá og kerfið telur magnið. |
Sameina alla kostnaðarauka með sama númeri | Ef fleiri en einn kostnaðarauki er með sama númeri er hægt að sameina þá og kerfið telur magnið. |
Sameina allar sölulínur | Ef að kerfið á að sameina allar línur í eina færslulínu. Sendi reikningurinn mun þá aðeins innihalda eina línu í stað margra. |
Texti á vinnufærslum | Ef kerfið á að birta textann VINNA í stað númer forða á útsendum RSM reikningum. Notað t.d. ef númer forða er kennitala. |
Útgefnar innkaupapantanir fara í RSM | Þegar innkaupapöntun er gefin út þá fer hún í RSM til að senda rafrænt til lánardrottna. |
Birta nafn viðskiptavinar frá pöntunum | Sýna nafn viðskiptavinar ef pantanir eru afhendar beint til viðskiptavinar frá lánardrottni. |
Uppfæra innkaupapantanir sjálfkrafa | Ef innkaupapöntun sem stemmir við reikning finnst þá er hún sjálfkrafa uppfærð með upplýsingum úr reikning og reikningur færður í frágengin skjöl. |
Tölvupóstur | Ef verkröð lendir á villu þá er sendur tölvupóstur á viðtakanda með skilaboðum um að verkröð hafi lent á villu. |
Sækir rafræn skeyti sjálfkrafa | Virkar verkröð til að sækja rafræn skeyti sjálfkrafa. |
Senda rafræn skjöl sjálfkrafa | Virkjar verkröð í að senda rafræn skjöl sjálfkrafa. |
Staðfesta sendinga reikninga | Staðfesta sendingu reikninga áður en þeir eru sendir til skeytamiðlara |
Staðfesta sendingu kreditreikninga | Staðfesta sendingu kreditreikninga áður en þeir eru sendir til skeytamiðlara |