Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning - Stílsnið, slóðir og Skeytamiðlarar

Grunnur

Til að byrja að nota kerfið þarf að fara í RSM-grunnur sem er undir Stillingar í valmynd RSM. Hér er kerfið stillt með tilliti til þeirrar skeytamiðlunar sem notast er/verður við. Hér að neðan er fjallað ítarlega um Stílsnið, slóðir og Skeytamiðlara.

Stílsnið og slóðir

Stofna þarf möppu fyrir skeytasamskipti. Eðlilegast er að þessi mappa sé á sameiginlegu drifi allra notenda sem hafa aðgang að RSM. Þessar möppur eru yfirleitt stofnaðar þegar RSM er tekið í notkun. Algengt er að setja slóð á C drif, búa til möppu sem heitir TEMP og þar RSM, inni í möppunni eru síðan gerðar möppur fyrir INN, UT, AFRIT og VIÐHENGI. Dæmi: c:\Temp\RSM\INN.
Hér eru einnig settar inn slóðir á stílsíður.

Reitayfirlit

Reitur

Skýring

Móttekin skjöl

Slóð á möppu sem geymir skeytin sem lesinn verða inn í kerfið stundum kallað inbox.

Send skjöl

Slóð á möppu sem hefur að geyma þá reikninga sem bíða sendingar.

Svarskeyti

Slóð á möppu sem hefur að geyma svarskeyti frá skeytamiðlurum.

Viðhengi

Slóð á möppu sem viðhengi vistast á.

Sjálfgefið stílsnið

Slóð á skrárnar sem geyma sniðmátin, stílsniðin og aðrar skrár sem tengjast birting reikninga og kreditreikninga.

Peppol stílsnið

Slóð á skrár sem geyma Peppol sniðmát.

Kredit stílsnið

Slóð á skrár sem geyma sniðmát fyrir kreditreikninga.

NES stílsnið

Slóð á skrár sem geyma sniðmát, stílsnið NES.

Skeytamiðlarar

Áður en hægt er að sækja skeyti og taka á móti þarf að liggja fyrir samningur við skeytamiðlara.

Reitayfirlit

Reitur

Skýring

Skeytamiðlari

Hér er settur sá skeytamiðlari sem búið er að semja við.

Notandanafn

Notandanafn tengt skeytamiðlara.

Lykilorð

Reitur fyrir lykilorð til að tengjast skeytamiðlara.

Í notkun

Hakað við þann skeytamiðlara sem er í notkun.

Taka á móti skeytum á kennitölu

Kenni til að taka á móti skjölum á.

Slóð á skírteini

Slóð á skírteini ef þeirra er þörf.

Sjálfgefinn skeytamiðlari

Sjálfval á skeytamiðlara sem er í notkun.

Staðall

Í dag er aðallega notast við BII.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.