Uppsetning - Slóðir og Skeytamiðlarar
Grunnur
Til að byrja að nota kerfið þarf að fara í RSM-grunnur sem er undir Stillingar í valmynd RSM. Hér er kerfið stillt með tilliti til þeirrar skeytamiðlunar sem notast er/verður við. Hér að neðan er fjallað ítarlega um Stílsnið, slóðir og Skeytamiðlara.
Skeytamiðlarar
Áður en hægt er að sækja skeyti og taka á móti þarf að liggja fyrir samningur við skeytamiðlara.

Reitayfirlit
Reitur | Skýring |
---|---|
Skeytamiðlari | Hér er yfirleitt valið WiseCourier sem ætti að vera sjálfgefið |
Notandanafn | Notandanafn tengt skeytamiðlara. |
Lykilorð | Reitur fyrir lykilorð til að tengjast skeytamiðlara. |
Í notkun | Hakað við þann skeytamiðlara sem er í notkun. |
Taka á móti skeytum á kennitölu | Kenni til að taka á móti skjölum á. |
Slóð á skírteini | Slóð á skírteini ef þeirra er þörf. |
Sjálfgefinn skeytamiðlari | Sjálfval á skeytamiðlara sem er í notkun. |
Staðall | Hér ætti að velja BII sem er gamall staðll. RSM styður ekki PEPPOL BIS 3 staðilinn og er mælt með að nota Wise Courier lausnina í staðinn. |