Uppsetning verkraðar í Rafrænum reikningum.
Hægt er að setja upp verkraðir til að auka sjálfvirkni. Í rafrænu reikninga kerfinu er hægt að láta verkröð sækja og senda rafræna reikninga.
Fyrst þarf að haka í RSM grunni hvort verkröðin eigi að senda, sækja eða bæði
Verkraðarfærslur er hægt að finna með því að fara í leitarhaminn og slá inn verkraðarfærslur.
Sá aðili sem stofnar verkröð verður að vera fullur notandi.
Fyrir rafræna reikninga er hægt að nota verkröð til að senda og móttaka rafræna reikninga.
Codeunit 10008444 – RSM send and Recieve document
Hér er dæmi um hvernig verkröðin lítur út.
Það þarf að ákveða á hvaða dögum á að keyra verkröðina, upphafstíma og hámarksfjölda tilrauna til keyrslu.
Byrjað á því að finna verkraðarfærslur og smella á Nýtt fyrir nýja færslu.
Þá opnast færsluspjald verkraðar.
Setja inn Codeunit 1000844
Neðar á spjaldinu er flipinn Endurtekning. Þar er skráð á hvaða dögum skýrslan á að vinna og klukkan hvað.
Þegar búið er að fylla út í reitina þarf að virkja keyrsluna með því að fara í Vinna og velja aðgerðina Breyta stöðu í tilbúið. Og því næst að velja Endurræsa. Þá á skýrslan að keyrast á þeim tíma sem er skráður á flipanum Endurtekning.