Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið


Móttaka rafrænna reikninga

Verkferlið við móttöku reikninga er í meginatriðum þannig að fyrst eru skeytin sótt. Síðan er gengið frá bókunarstýringum sem tengjast þeim reikningum sem sóttir voru. Að lokum eru þeir sendir áfram í uppáskrift, sem innkaupareikningar, beint í færslubók eða innkaupakerfið eftir því sem við á. Bókunarstýringar erfast milli reikninga, þannig að þegar búið er að setja upp bókunarstýringu einu sinni fyrir til dæmis orkureikning ákveðinna eigna, þá bókast allir orkureikningar sem koma á eftir samkvæmt þeirri stýringu.

Sending rafrænna reikninga

Verkferlið við sendingu á reikningum er í raun ósýnilegt gagnvart notandanum. Fara þarf í viðskiptamannaspjald þeirra viðskiptamanna sem eiga að móttaka rafræna reikninga og skilgreina þá sem móttakendur rafrænna reikninga, það er gert með aðgerðinni RSM miðlari. Þegar reikningur er svo bókaður þá verður til færsla í RSM kerfinu í ósendir reikningar en hægt er að stilla kerfið þannig að hann sendist einnig sjálfkrafa áfram í gegnum þann miðlara sem fram kemur á viðskiptamannaspjaldinu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.