Um kerfið
Helstu eiginleikar SmartPos
Skýjalausn með sjálfvirkum uppfærslum
Lausnin vinnur í rauntíma og öll gögn eru skráð sjálfkrafa. Sölufærslur fara beint í bókhaldskerfið, sem tryggir nákvæmni og dregur úr handavinnu.
Virkar fyrir hvaða rekstur sem er
SmartPOS hentar verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum og býður upp á sérsniðið viðmót. Kerfið býður upp á tengingu við Wise Wallet, ásamt öðrum veskislausnum og kerfum til að bæta yfirsýn og einfalda reksturinn.
Öruggar og hraðvirkar greiðslur
SmartPOS styður allar algengustu greiðslulausnir, sem tryggir að viðskiptavinir fá örugga og hraða þjónustu.
Einfalt að byrja
SmartPOS krefst lágmarks uppsetningar og getur verið tilbúið til notkunar samdægurs.
Hvernig virkar SmartPOS í daglegum rekstri?
1. Afgreiðslan byrjar
Þú skráir vöruna eða þjónustuna í Business Central sem birtist svo í SmartPOS.
2. Viðskiptavinurinn greiðir
Hvort sem greitt er með peningum, korti, snertilausri greiðslulausn eða veskislausn, tekur SmartPOS við greiðslunni á öruggan og fljótlegan hátt.
3. Allt fer sjálfkrafa í bókhaldið
Um leið og greiðslan er staðfest, fer sölufærslan sjálfkrafa í Business Central og því engin þörf á handvirkri skráningu.
4. Þú hefur fulla yfirsýn
Þú getur fylgst með sölutölum, birgðum og tekjum í rauntíma, hvar og hvenær sem er – hvort sem þú ert á skrifstofunni eða á ferðinni.