Bakfæra kortagreiðslu
Ef búið er að taka við kortagreiðslu inn á sölureikningi, en uppgötvast svo að hætta þurfi af einhverjum ástæðum við kortagreiðsluna, sem dæmi ef viðskiptavinur hættir við, þá er hægt að bakfæra hana.
Til þess að bakfæra kortagreiðsluna þá er farið í Hætta við greiðslu. Ef hnappurinn sést ekki þá er ýtt á punktana þrjá og síðan Hætta við greiðslu í valmynd sem birtist.
Beiðni um að bakfæra kortafærsluna er þá send á posann. Ekki þarf að staðfesta upphæðina þar sem öll greiðslan er bakfærð.
Þegar korthafi hefur samþykkt á posa sendir posinn beiðni um bakfærslu. Þegar bakfærslan hefur tekist þá er þessi kortagreiðsla merkt sem bakfærð inn á sölureikningi. Setja þarf þá inn nýja greiðslu til að greiða reikninginn.