Skip to main content
Skip table of contents

Greiða reikning með korti

Þegar búið er að stofna sölureikninginn, þ. e. setja inn réttan viðskiptamann og línur á reikninginn með þeim vörum sem viðskiptamaðurinn er að kaupa, þá er kominn tími til greiða reikninginn.

Farið er þá í flipann Greiðslur söluskjals sem er fyrir neðan samtölur reikningsins.

image-20241206-110414.png

Til þess senda upphæðina sem viðskiptamaðurinn á að greiða á posann, þá er ýtt á hnappinn Greiða með kreditkorti.

image-20241206-111116.png

Þá kemur upp gluggi með þeirri upphæð sem á að greiða. Sjálfgefið er að greiða heildarupphæð reiknings, en ef ekki er um fulla greiðslu að ræða þá er hægt að setja inn nýja upphæð. Upphæðin má þó ekki vera hærri en brúttóupphæð reikningsins.

image-20241206-111516.png

Þegar ýtt er á Í lagi þá birtist upphæðin á posanum.

20241206_111615.jpg

Korthafi samþykkir þá greiðsluna á posanum með snertilausum hætti eða setur inn PIN númer.

Þegar posinn er búinn að taka út af kortinu þá birtist greiðslan inn á reikningnum.

image-20241206-113930.png

Þegar búið er að setja greiðslu/r inn á reikninginn er hann bókaður.

Athugið!

Ef reikningur er ekki fullgreiddur þegar valið er að bóka þá kemur upp gluggi þar sem látið er vita að vanti greiðslur. Sölumaður getur valið þar að halda áfram og bóka reikninginn sem bókast þá með eftirstöðvum sem eru reikningsfærðar, eða hætta við og klára að setja inn fullnaðargreiðslu.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.