Greiðslur
Sölureikningar
Þegar SmartPay er uppsett þá birtist nýtt svæði, Greiðslur söluskjals, inn í sölureikningsglugganum þar sem hægt er að velja hvernig greiða á reikninginn. Ef valið er að greiða með kreditkorti þá hefur kerfið samband við posa þar sem korthafi getur samþykkt greiðsluna. Hægt er að velja fleiri en einn greiðslumáta, sem dæmi greiða bæði með korti og peningum.
Reitir | Skýring |
---|---|
Heildarupphæð til greiðslu | Þessi reitur segir til um hversu mikið viðskiptavinur á að borga og er það sama og brúttóupphæð reikningsins. |
Eftirstöðvar greiðslu | Hérna sést hversu mikið viðskiptavinurinn á eftir að borga. Ef búið er að setja inn greiðslu fyrir hluta þeirrar upphæðar sem á að greiða, þá birtist hérna hversu mikið er eftir. |
Eyða línu | Þessi aðgerð eyðir út valinni greiðslulínu. Ef greiðslan er kortagreiðsla þá er ekki leyfilegt að eyða út greiðslunni þar sem þegar er búið að taka út af kortinu og því búið að greiða. |
Greiða með kreditkorti | Ef viðskiptavinur vill greiða sölureikninginn með korti, þá er þessi hnappur valinn. Ef einungis einn greiðslumáti er í boði sem greiðslukort, þá kemur upp gluggi þar sem velja þarf upphæð. Sjálfgefin upphæð er eftirstöðvar greiðslu og ef ekki á að breyta upphæðinni er ýtt strax á Í lagi. Ef fleiri en einn greiðslumáti er uppsettur sem greiðslukort, þá kemur upp gluggi þar sem velja þarf réttan greiðslumáta. |
Greiða með reiðufé | Peningagreiðsla er sett inn með því að velja þennan hnapp. Þá kemur upp gluggi þar sem velja á upphæðina sem á að greiða og síðan er ýtt á Í lagi hnappinn til að staðfesta. |
Greiða með gjafakorti | Þennan hnapp skal velja ef greiða á með gjafakorti. Þá kemur upp gluggi þar sem velja á upphæðina sem á að greiða og síðan er ýtt á Í lagi til að staðfesta. |
Sérsniðin greiðsla | Þessi hnappur birtir lista yfir alla greiðslumáta þar sem hægt er að velja aðra greiðslumáta en þá sem eru á hnöppum. Þarna er sem dæmi hægt að velja bankamillifærslu ef slíkur greiðslumáti væri í boði. |
Hætta við greiðslu | Þessi hnappur er notaður ef bakfæra á kortagreiðslu. Send er þá beiðni á posann um að bakfæra greiðsluna og ef það tekst þá er greiðslan merkt sem bakfærð í dálknum Bakfært. |
Kortafærslur | Hérna er hægt að sjá upplýsingar frá posanum um kortafærsluna ef greitt er með korti. |
Ef reikningur er ekki fullgreiddur | Ef reikningur er ekki fullgreiddur þegar valið er að bóka þá kemur upp gluggi þar sem látið er vita að greiðslur vanti. Sölumaður getur valið þar að halda áfram og bóka reikninginn sem bókast þá með eftirstöðvum sem eru reikningsfærðar, eða hætta við og klára að setja inn fullnaðargreiðslu. |