Kortafærslur
Í þessum glugga sem hægt er að opna með því að velja Færslur > Kortafærslur í valmyndinni er hægt að sjá allar kortafærslur sem hafa farið í gegnum posann. Þennan lista er einnig hægt að opna út frá verslunum með aðgerðinni Kortafærslur í valmynd.
Reitur | Skýring |
---|---|
Auðkenni greiðslubeiðni | Kenni kortafærslunar frá posanum. |
Auðkenni verslunar | Kenni verslunar þar sem posinn er staðsettur. |
Auðkenni tækis | Kenni posatækis þar sem kortafærslan var framkvæmd. |
Upprunaleg færsla | Kenni upprunalegu færslunar sem var bakfærð. Þetta er einungis tilgreint ef þetta er kortafærsla sem var bakfærð. |
Upphæð | Upphæðin sem var tekin út af kortinu. |
Gjaldmiðilskóði | Gjaldmiðilskóði upphæðarinnar. |
Kvittun söluaðila | Á eftir að útfæra, kemur í seinni útgáfum. |
Kvittun viðskiptavinar | Á eftir að útfæra, kemur í seinni útgáfum. |
Kortanúmer | Kortanúmer þess korts sem var notað (ekki allt kortanúmerið). |
Tegund korts | Þetta er tegund korts samkvæmt posanum, t.d. VISA eða MASTERCARD. |
Inngangsstilling | Gefur upplýsingar um hvernig kortafærslan var samþykkt á posanum, t.d. snertilaust, PIN, o.s.frv. |
Aðferð til staðfestingar | Á eftir að útfæra, kemur í seinni útgáfum. |
Stofnað | Dagsetning og tími kortafærslunar samkvæmt posa. |
Stofnað af | Á eftir að útfæra, kemur í seinni útgáfum. |
Bakfært | Segir til um hvort kortafærslan sé bakfærsla, ef svo þá er hér hak. |
Kerfisauðkenni skjals | Auðkenni greiðslufærslunnar sem tengist kortafærslunni. |