Handbók fyrir Sveitargátt Wise
Sveitagáttinni er ætlað að styðja við samþættingu sérkerfis Wise: Sveitarstjóra við önnur skráningakerfi. Sveitagáttin er skrifað í Microsoft Dynamics 365 Business Central
Sveitgáttin sér um að taka á móti gögnum frá öðrum kerfum til reikningagerðar eða fá upplýsingar um stöðu frístundastyrkjar.
Þjónustunum er skipt í þrjár tegundir
Vefumsóknir
Bunkafærslur
Frístundastyrkir
Sveitagáttin býður upp á vef/vefkefi fyrir vefumsóknir þar á meðal námskeið eða matarskrift, þar sem uppseting á námskeiðum og/eða matarskrift á sér stað innan Sveitarstjóra.
Í dag getur Sveitagáttin „talað við“ One-system, Go-Pro, Nóri, Greiðslumiðlun, Sportabler, Savi, Vala (Leikskólakerfi Advania) og S5 (Leigukerfi Advania)
Wise gefur út handbók fyrir öll þau sérkerfi sem fyrirtækið hefur þróað. Handbækurnar taka fyrir virkni kerfanna og er því ekki um kennslubók að ræða. Farið er í gegnum aðalvalmynd kerfisins þar sem útskýrt er hvaða upplýsingar þar eru geymdar og hvaða virkni er í boði hverju sinni.
Þessi handbók fyrir Sveitargátt Wise fylgir útgáfu BC17 eða nýrri.
Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.
Þjónustuborð og frekari aðstoð
Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju.
Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise.
Almennt um Wise
Wise er stærsti og einn öflugasti söluaðili á Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaði á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga.
Wise býður mikið úrval hugbúnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins.
Innan Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Þar fyrir utan hefur fyrirtækið sjálft hannað mikinn fjölda lausna fyrir íslenskan markað og jafnframt náð ágætis árangri í útflutningi á lausnum sínum og þjónustu.
Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.
Á flóknum úrlausnarefnum er gjarnan hægt að finna einfalda lausn. Það er okkar markmið.