Skip to main content
Skip table of contents

Handbók fyrir Ferðauppgjörskerfi Wise

Með ferðauppgjörskerfi er á einfaldan hátt haldið utan um dagpeningagreiðslur og útlagðan kostnað starfsmanna, bæði innanlands og utan, sem og greiddan akstur skv. akstursbók. Hægt er að nota alla þá gjaldmiðla sem settir hafa verið upp í fjárhagshluta NAV kerfisins við útreikning á útlögðum kostnaði. Þegar skráningu er lokið og starfsmaður hefur undirritað staðfestingu er ferðauppgjörið bókað. Þegar ferðauppgjör er notað óháð Wise Starfsmannakerfi er alltaf verið að bóka á lánardrottinn.

Gengi uppfærist um leið og gengi er lesið inn í lista Gjaldmiðils. Einnig er auðvelt að uppfæra gengi á SDR, upphæð dagpeninga innanlands pr. dag og kílómetragjald. Það er venjulega gert 1x – 2x á ári (eða þegar ríkisskattstjóri breytir viðmiðunum).

Hægt er að prenta út ýmsar skýrslur t.d. óbókað og bókað ferðauppgjör, kostnað per ferð og yfirlit bókaðra ferða per tegund

 

Þessi handbók fyrir Ferðauppgjörskerfi Wise fylgir útgáfu BC23 eða nýrri.

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

Þjónustuborð og frekari aðstoð

Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju. 

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise

Almennt um Wise

Wise er stærsti og einn öflugasti söluaðili á Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaði á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga.  Wise býður mikið úrval hugbúnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins.  

Innan Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Þar fyrir utan hefur fyrirtækið sjálft hannað mikinn fjölda lausna fyrir íslenskan markað og jafnframt náð ágætis árangri í útflutningi á lausnum sínum og þjónustu.

Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.

Á flóknum úrlausnarefnum er gjarnan hægt að finna einfalda lausn. Það er okkar markmið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.