Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning með álf

Ferðauppgjörskerfinu fylgir uppsetningaraðstoð (e. wizard) til þess að aðstoða notanda við uppsetningu á kerfinu. Notandi er leiddur í gegn um ferlið án þess að þurfa að hafa sérþekkingu á kerfinu sem slíku.

Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.

image-20240416-111935.png

Veljið Setja upp ferðauppgjörskerfi Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

image-20240416-112015.png

Veljð þau atriði sem við á og klikkið á Áfram þegar því er lokið.

image-20240416-112126.png

Reitur

Skýring

Eyða uppsetning ef til staðar

Tilgreinir hvort eigi að eyða uppsetningarupplýsingum sem búið er að setja inn

Númeraröð ferðauppgjör

Tilgreinir kóða fyrir númeraröð sem er notuð til að úthluta númerum á ferðauppgjör.

Númeraröð innkaupareikninga ferðauppgjörs

Tilgreinir kóða númeraraðarinnar sem verður notaður til að úthluta númerum á innkaupareikningum sem gerðir eru út frá ferðauppgjörum.

Númeraröð fyrirframgreiðslu

Tilgreinir kóða númeraraðarinnar sem verður notaður til að úthluta númerum á innkaupareikningum sem gerðir eru út frá ferðauppgjörum. Fyrirfram greitt.

Númeraseria ferða

Tilgreinir kóða fyrir númeraröð sem er notuð til að úthluta númerum á ferðir.

Næst er skráðir fjárhagslyklar fyrir mismunandi bókanir.

image-20240416-112624.png

Í síðasta skrefi er valið Ljúka til að klára uppsetningu.

image-20240416-112813.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.