Uppsetning með álf
Ferðauppgjörskerfinu fylgir uppsetningaraðstoð (e. wizard) til þess að aðstoða notanda við uppsetningu á kerfinu. Notandi er leiddur í gegn um ferlið án þess að þurfa að hafa sérþekkingu á kerfinu sem slíku.
Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.
Veljið Setja upp ferðauppgjörskerfi Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.
Veljð þau atriði sem við á og klikkið á Áfram þegar því er lokið.
Reitur | Skýring |
---|---|
Eyða uppsetning ef til staðar | Tilgreinir hvort eigi að eyða uppsetningarupplýsingum sem búið er að setja inn |
Númeraröð ferðauppgjör | Tilgreinir kóða fyrir númeraröð sem er notuð til að úthluta númerum á ferðauppgjör. |
Númeraröð innkaupareikninga ferðauppgjörs | Tilgreinir kóða númeraraðarinnar sem verður notaður til að úthluta númerum á innkaupareikningum sem gerðir eru út frá ferðauppgjörum. |
Númeraröð fyrirframgreiðslu | Tilgreinir kóða númeraraðarinnar sem verður notaður til að úthluta númerum á innkaupareikningum sem gerðir eru út frá ferðauppgjörum. Fyrirfram greitt. |
Númeraseria ferða | Tilgreinir kóða fyrir númeraröð sem er notuð til að úthluta númerum á ferðir. |
Næst er skráðir fjárhagslyklar fyrir mismunandi bókanir.
Í síðasta skrefi er valið Ljúka til að klára uppsetningu.