Skip to main content
Skip table of contents

Reikningar í uppáskrift

Þegar reikningur hefur verið frumskráður og sendur til samþykktar tekur sá við sem er samþykktaraðili.
Fyrir flesta samþykktaraðila væri best að fara í tannhjólið og velja Mínar stillingar og velja hlutverkið Uppáskrift – einföld sýn.

Út frá þessarri mynd er hægt að finna alla reikninga sem hafa verið sendir til samþykktar en hafa ekki verið samþykktir.

Reikningar sem þarfnast minnar uppáskriftar.

  • Ósamþykktar línur – hér birtist listi með öllum ósamþykktum línum.

  • Reikningar – línur frágegnar – Hér birtist listi með öllum samþykktum línum, ath. Reikningur er þó óbókaður.

Mínir reikningar í uppáskrift

  • Línur – Hér birtist listi með öllum línum sem eru ósamþykktir af notenda.

  • Reikningar - ófrágengnar línur – Hér er listi yfir alla reikninga sem eru með ósamþykktir línur af notenda.

  • Reikningar – Hér birtist listi yfir alla reikninga sem eru ósamþykktir af notenda.

  • Reikningar að gjaldfalla – Hér birtisti listi yfir alla ósamþykkta reikninga sem eru að gjaldfalla eða eru gjaldfallnir.

Reikningar í uppáskrift – allir reikningar

  • Allir reikningar Hér birtist listi yfir alla ósamþykkta reikninga allra notenda.

  • Allir reikningar – að gjaldfalla – Hér birtisti listi yfir alla ósamþykkta reikninga allra notenda sem eru að gjaldfalla eða eru gjaldfallnir.

Á þessu stigi málsins er enn hægt að skrá inn á reikningana.
Hér má skoða skönnuð skjöl ef um slík er að ræða með því að velja Reikningur > Forðskoðun viðhengis.
Samþykktaraðili getur samþykkt reikninginn með því að velja Samþykkja > Samþykkja reikning (F9).

Aðgerðir Haus-Samþykkjanda

Sá sem er ábyrgðaraðili í haus getur samþykkt eða hafnað. Þegar hann velur aðgerðirnar, þá eiga þær við reikninginn í heild. Ef aðrir þurfa að samþykkja línurnar fyrst, þá kemur viðvörun frá kerfinu, (það fer eftir stillingum á uppáskriftarnotendum).

Samþykkt lína

Til að samþykkja eina línu velur notandi línuna sem á að samþykkja fer í Stjórna > Samþykkja. Ef notandi vill samþykkja allar línur fer hann í Stjórna > Samþykkja allar mínar línur.
Ef notanda hefur ekki verið úthlutuð viðkomandi lína getur hann ekki samþykkt hana, nema hafa heimild á sínum uppáskriftarnotanda til að samþykkja fyrir aðra.
Hægt er að sýna til viðbótar dálkana Samþykkja eða hafnað af og Samþykkja eða hafnað dags til að sjá upplýsingar um hver samþykkti eða hafnaði og hvenær.
Þegar reikningurinn hefur verið fullsamþykktur flyst hann yfir í Uppáskrifaðir og þar bíður hann þar til bókun fer fram.

Reikningum hafnað

Hafi reikningi verið hafnað er hægt að nálgast hann undir valmyndarliðnum Hafnaðir og þar má breyta honum og senda aftur til uppáskriftar þar sem hann fer aftur í gegnum samþykktarferilinn.
Einnig má bakfæra reikninginn ef tilefni er til þess. Þá er valið Bókun > Bakfæra reikning á aðgerðarstikunni. Þá þarf að tilgreina eða staðfesta höfnunarkóta og verður þá reikningurinn bakfærður.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.