Skip to main content
Skip table of contents

Umhverfið

Breyta mínum stillingum

BC skiptist í nokkur hlutverk, sem að hluta til er hægt að sérstilla að eigin vali.
Til að breyta um hlutverk er farið í tannhjólið og valið Mínar stillingar. Ný mynd opnast og þar er hægt að breyta Hlutverki með því að fara í punktana 3 og velja úr lista.
Hlutverk sem hægt er að velja um eru m.a. Bókari, Aðalbókari, Uppáskriftarkerfi Wise, Uppáskriftarkerfi Wise – einföld sýn o.fl. Fer allt eftir því hvaða hlutverk verið er að vinna hverju sinni.
Sama gildir um fyrirtæki, hægt er að breyta fyrirtæki með því að velja punktana 3 og þá opnast listi með þeim fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið í kerfinu.


Þessi kerfishluti felur í sér allar þær aðgerðir og töflur sem nauðsynlegar eru til að nota Uppáskriftarkerfið. Lánardrottnataflan er sú sama og er í innkaupahlutanum


 • Lánardrottnar hér er listi yfir alla lánardrottna og hægt að sækja stöðu og hreyfingar hér, sem og stofna nýjan lánardrottinn.

 • Skráning reikninga til að skrá nýjan reikning í uppáskriftarkerfið.

 • Beiðnir - er hægt að nýta til frumskráningar einnig en þá er ferillinn örlítið annar en ef skráð er beint í Skráningu reikninga.

 • Uppáskriftir hér er hægt að sjá alla þá reikninga sem eru í uppáskriftarferli.

 • Mínar línur ófrágengnar hér er að finna þær línur sem notandi á eftir að samþykkja.

 • Uppáskriftir – mínar línur hér er sjá þá reikninga þar notandi á línur.

 • Greisluuppáskriftir er notað í þeim tilfellum þegar uppsett er í uppáskriftargrunni að nota eigi greiðsluuppáskrifanda á reikninga. Getur verið notað ef reikningur fer yfir tiltekna fjárhæð eða er í öðrum gjaldmiðli en grunngjaldmiðill.

 • Hafnaðir hér er hægt að skoða hafnaða reikninga.

 • Uppáskrifaðir - eru nýttir til að skoða þá reikninga sem hafa verið samþykktir en eru óbókaðir.

 • Lánardr.færslur hér er að sjá allar lánardrottnarfærslur.

 • RSM móttekin skjöl sýna eða breyta mótteknum skjölum í rafrænum samskiptum (RSM kerfinu) ef það er í notkun líka.

Undir Aðgerðir er hægt að finna ýmsar flýtileiðir:


 • Lánardrottinn Búa til nýjan lánardrottinn.

 • Reikningur Búa til nýjan uppáskriftarreikning.

 • Beiðni Búa til nýja uppáskriftarbeiðni.

 • Senda áminningu hér er hægt að velja um tvær leiðir, senda ítrekanir um ósamþykkta reikninga í tölvupósti og senda sundurliðaðar ítrekanir í tölvupósti.

 • Uppsetning - Uppáskriftargrunnur, hér eru allar stillingar skráðar fyrir uppáskriftarkerfið, þarf að skoða vel þegar kerfið er tekið í notkun í fyrsta skipti.

 • Uppáskrift – einfalt hlutverk Hér kemur upp sýnin á einföldu hlutverki í uppáskriftarkerfinu.

 • Finna færslur Finnur allar færslur og skjöl sem til eru fyrir skjalanúmerið og bókunardagsetninguna á valinni færslu eða skjali.

 • Breyta um fyrirtæki Hér er hægt að opna annað fyrirtæki. Flýtileið er Ctrl+O.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.