Skip to main content
Skip table of contents

Uppáskriftargrunnur

Uppáskriftargrunnur

Í uppáskriftagrunni eru settar inn stýringar sem Uppáskriftarkerfið styðst við þegar verið er að bóka. Notendur verða að athuga að það sem er sett hér inn er varanlegt að því leyti að mörgu af þessu má ekki breyta eftir að bókun hefst í kerfinu. Það er því mikilvægt að leggja línurnar áður en hafist er handa.

Almennt

  • Nota uppflettingu ógreiddra greiðsluseðla í B2B Bankasamskiptakerfi
    Tilgreinir hvort notandi fær að velja úr ógreiddum greiðsluseðlum frá B2B Bankasamskiptakerfinu. Það kemur upp listi yfir alla þá ógreidda greiðsluseðla sem eru til staðar fyrir þann lánadrottinn sem verið er að vinna með.

  • Nota sniðmát uppáskriftalínu
    Tilgreinir hvort bókunartillaga er birt í Skráningu reikninga ef hún er til fyrir þann lánadrottinn sem verið er að vinna með.

  • Losa bið á lánardrottnahreyfingu
    Segir til um hvort reikningur sé tilbúin til greiðslu þegar reikningur er samþykktur eða bókaður. Athugið að léttur notandi (e. Team Member) getur aldrei hreinsað út úr reitnum á lánardrottnahreyfingu. Hins vegar er hægt að nota skýrslu 10.007.951 ApprVendLedgEntryRemoveOnHold (Fjarlægja bið af lánardrottnahreyfingu) í verkröð til að sjá um að hreinsa út úr reitnum Bið reglulega.

  • Vara við gjalddaga X dögum fyrr
    Tilgreinir hvort uppáskriftarreikningar eru birtir rauður á listanum ef gjaldfallnir og appelsínugulir ef stutt er í gjalddaga. Einnig notað við gjalddaga í uppáskrifahlutverki.

Tölvupóstur:

  • Gjalddagaútreikningur fyrir áminningartölvupóst Tilgreinir hve mörgum dögum fyrir gjalddaga á að senda áminningarpóst ef notandi tilgreinir ekki sjálfur afmörkun.

  • Sjálfgefið tölvupóstfang (frá) - tilgreinir frá hvaða netfangi áminningarpóstur er gefinn frá.

Skylda:

  • Skylda greiðsluupplýsingar - Ef hakað er í þennan reit verður að setja inn upplýsingar um bankareikning, greiðsluseðil eða gíróseðil.

  • Skylda línur þegar sent til uppáskriftar Ef þetta er valið þá verður að vera að minnsta kosti ein lína skráð til að hægt sé að senda til uppáskriftar, þarf ekki að stemma við haus.

  • Skylda sömu upphæð á haus og línum þegar sent til uppáskriftar - Má ekki senda til uppáskriftar nema upphæð úr línum stemmi við haus. Notað ef bókari klárar alla skráningu áður en sent er til uppáskriftar.

Birta:

  • Birta skilaboð við skráningu reiknings ef Beiðni er til á lánardrotti
    Ef hakað er við hér og lánardrottinn valinn í skráningu, þá lætur kerfið vita ef til er skráð beiðni á viðkomandi lánardrottinn í kerfinu, til að notandi noti hana frekar en að endurskrá reikninginn.

  • Birta alla reikninga og víddir ef töfluuppsetningar tómar fyrir notanda
    Ef ekki er búið að stilla Reikningar/Víddir – Takmarkanir notanda þá kemur tómur gluggi ef viðkomandi kafar ofan í Nr. Í uppáskriftalínu. Ef þetta er valið hér þá fær viðkomandi allan bókhaldslykilinn.

  • Birta í uppáskriftahuas ef sá semi uppáskriftanotandi er ábyrgur fyrir öllum uppáskriftalínu

Tilgreina hvort birta eigi uppáskriftanotanda í uppáskriftahausnum ef sá sami á að samþykkja allar línur ( eingöngu á vefnum)

Afrita:

  • Afrita bókunartillögu frá - Valmöguleikar: Bókuðu skjali og Bókuðum reikningi. Kerfið sækir gögn á þann stað sem vísað er á hér. Oftar notað Bókuðum reikningi.

  • Afrita í Lýsing í Línu - Hér eru valmöguleikarnir Heiti úr Uppáskriftahaus og Færslutexta úr Uppáskriftahaus. Stjórnar því hvort lýsing í línuna taki gildi úr reitnum Heiti í haus eða Færslutexti uppáskriftareiknings.

  • Afrita í Færslutexti 1 - Texti sem hægt er að setja fastan í uppáskriftahaus.

  • Afrita í Færslutexti 2 - Hægt að velja heiti Lánardr. eða Reikn.nr. lánardr. Kemur á eftir Færslutexta 1.

  • Afrita VSK framl.bókunarflokk úr Uppáskriftahaus Tilgreinir hvort reiturinn VSK framl.bókunarflokkur úr haus er afritaður í línu ef tegundin er fjárhagur

Víddir:

  • Afrita víddir af Bókuðum Uppáskr.haus þegar „Afrita bókunartillögu" er notað - Hægt er að búa til bókunartillögu úr reikningum (Sniðmát) – hér ræðst hvort víddir eiga að fylgja bókunartillögunni.

  • Muna Víddir og Lýsing ef skipt er um Tegund eða Nr. í Uppáskriftalínu - Þá hreinsast ekki út vídd og lýsing ef breytt er um reikning eða tegund í Uppáskriftarlínu. Á uppáskriftarnotanda er hægt að tilgreina sjálfgefna vídd fyrir vídd 1 og vídd 2 og tekur sú virkni yfir þessa virkni.

Athugasemdir:

  • Rekja breytingar á „Uppáskrifist af í Uppákskriftahaus" - Þá verður til lína í athugasemdum í hvert sinn sem skipt er um uppáskriftaraðila í hausnum, þar sem tekið er fram frá hverjum til hvers var breytt.

  • Skylda athugasemdir v. Bakfærslu - Ef hakað er í þennan reit þá er ekki hægt að bakfæra eða hafna reikningi án þess að setja inn athugasemdarlínu.

Sjálfgildi:

  • Sjálfgefinn uppáskrifist í haus - Hægt að setja inn sjálfgefinn aðila, ef það er alltaf sami aðili í haus uppáskriftareiknings og beiðna.

    • Sjálfgefið verktaki – Tilgreinir hvort verktaki verður sjálfgildi í Skráning reikninga. Kemur þá fram á öllum reikningum.


Samþykkt


  • Samþykki helst þó línu sé breytt. (Ef hausinn er ennþá ósamþykktur) - Ef línu er breytt, þá dettur samþykki ekki út, á ekki við um tegund eða númer eða ef uppáskriftaraðila er breytt.

  • Samþykki helst þegar fjárhagslykli er breytt - Ef fjárhagslykli er breytt, þá dettur samþykki ekki út.

  • Skylda sömu upphæð á haus og línum þegar Uppáskriftahaus er samþykktur Ef þetta er valið þá er ekki hægt að samþykkja reikninginn nema að sama upphæð sé í haus og línum þegar reikningurinn er samþykktur.

  • Skipta um „Uppáskrifist af" ef samþykkt eða hafnað af öðrum notanda - Ef einhver annar samþykkir eða hafnar reikningi þá er skipt um nafn í Uppáskrifist af.

  • Skylda Flýtivídd 1 og 2 - Kóti við samþykkt uppáskr.línu - Hægt að krefjast víddarmerkinga á allar færslur, þá er hakað í þessa reiti.

  • Skylda Flýtivídd 1 og 2 – kóti ef fjárhagsreikningur við samþykkt uppáskr.línu- Hægt að krefjast víddarmerkinga á allar færslur, þá er hakað í þessa reiti.

  • Nota hámarks upphæð í samþykki Uppáskriftahaus - Hak sett hér í ef sett er hámarksupphæð á notendur í Uppáskriftanotendum, til að stýra hámarki sem fólk má samþykkja fyrir aðra notendur.

Höfnun


  • Höfnun línu helst þó línu sé breytt – Höfnun á uppáskriftarlínu helst þó henni sé breytt, á þó ekki við reitina Tegund eða Nr.

  • Nota höfnunarkóta í haus - Ef hakað er í þennan reit þá má hvorki hafna né bakfæra haus án þess að setja inn höfnunarkóta.

  • Nota höfnunarkóta í línum - Ef hakað er í þennan reit þá má hvorki hafna né bakfæra línu án þess að setja inn höfnunarkóta.

  • Tölvupóstur þegar hafnað – Sendir tölvupóst á netfang sem er skráð í þennan reit þegar uppáskriftarhaus eða uppáskriftarlínu er hafnað.

Bókun


  • Engin bókun á biðreikninga - Ef hér er hakað við verður engin bókun á neina fjárhagsreikninga né lánardrottnareikninga fyrr en reikningurinn er bókaður endanlega.

ATH ! Þessu má ekki breyta meðan einhverjir reikningar eru í ferli:

  • Biðreikningur kostnaðar - Hér er tenging við fjárhagsbókhaldið við reikning sem er eingöngu fyrir Uppáskriftarkerfið, og þegar reikningur er fullbókaður þá bakfærist upphæðin héðan.

  • Bóka skuld á - Hér eru í boði valkostirnir Fjárhagur eða Lánardrottinn. Stjórnar því hvort upphæðin bókast beint sem skuld á lánardrottinn eða inn á biðreikning í fjárhag.

  • Biðreikningur skuldar - Ef valið er að bóka skuld á Fjárhag verður þessi reitur virkur og þarf að tilgreina hvaða reikning á að bóka á, þetta er sérstakur reikningur sem hefur þann eina tilgang að geyma skuldina frá skráningu að bókun.

  • Lagfæra mismun upphæða í línum undir - Ef það er mismunur á heildarfjárhæð allra lína samanlagt og upphæðar í haus þá lagfærir kerfið það sjálfkrafa ef það er innan þeirrar upphæðar sem sett er í þennan reit, oftast 1.

  • Móttaka allar vörur við bókun – Ef hak er sett á þá bókast allar vörur mótteknar við bókun uppáskriftarskjals.

  • Bóka hverja línu þegar sent til uppáskriftar - Ef hakað er í þennan reit þá bókast hver lína fyrir sig á biðreikning þegar reikningurinn er sendur til uppáskriftar. Annars bókast ein heildarupphæð inn á biðreikning.

  • Tegund biðreiknings kostn.dreifingar – Ef kostnaðardreifing er notuð þá þarf að velja úr lista hvort notast eigi við fjárhag eða lánardrottinn.

  • Biðreikningur kostnaðardreifingar – Hér er skráð númer fjárhags eða lánardrottins sem söfnunarnúmer kostnaðardreifingar.

  • Nota biðlykil kostn.dr. í uppáskr.línu – Segir til um hvort nota megi mismunandi biðlykla kostnaðardreifingar í hverri uppáskriftarlínu sem á að dreifa (reitur Biðreikningur kostnaðardreifingar).


Númeraröð

Hér eru settar upp númeraraðir fyrir öll skjöl sem koma úr Uppáskriftarkerfinu. Hægt er að hafa sömu röðina, en það verður að hafa sér númeraröð fyrir bókaða reikninga skjöl, til að þeir haldist aðgreindir frá öllum öðrum stigum ferilsins.
Ef hakað er við Nota sama Nr. alla leið þá er sama númerið notað alla leið í gegnum ferlið, en ekki skipt um þegar reikningur flyst á næsta stig. Mælt er með þessu.
Það verður að haka í Breyta Nr. þegar Beiðni er bókuð eða færð til uppáskriftar ef notaðar eru beiðnir, og númeraröðin á að fara til samræmis við aðra reikninga þegar beiðnin er annað hvort send til uppáskriftar eða bókuð. Fær þá númeraröð úr hinum röðunum.

Verk

  • Skylda Verknúmer - Ekki hægt að samþykkja línu nema verknúmer sé útfyllt.

  • Skylda Verkhlutanr. Verks - Ef Verkbókhaldið er í notkun þá er hægt að skylda Verkhlutanr. Verks.

Greiðslusamþykkt

  • Nota greiðsluuppáskrift - Ef hakað er hér, þá þarf að skilgreina næstu reiti sem á eftir koma.

  • Skylda greiðsluuppáskrift ef í Gjaldmiðli - Þá þarf að skrá aðila sem er greiðslusamþykkjandi inn á alla uppáskriftahausa sem eru í öðrum gjaldmiðli en SGM.

  • Sjálfgefinn Greiðsluuppáskriftarnotandi í erlendum gjaldmiðli - Hægt að láta greiðslusamþykkjanda koma sjálfkrafa að gefnu skilyrði. Hægt að breyta við skráningu reiknings.

  • Skylda greiðsluuppáskrift ef SGM er hærri en - Þá þarf að setja upphæð í næsta reit á eftir og verður þá að skrá greiðslusamþykkjanda fari upphæð í uppáskriftahaus yfir viðmiðunarmörkin.

  • Skylda greiðsluuppáskrift ef SGM >= Upphæð - Hér er slegin inn viðmiðunarupphæðin

  • Sjálfgefinn Greiðsluuppáskriftarnotandi (SGM) - Hægt að láta greiðslusamþykkjanda koma sjálfkrafa að gefnu skilyrði í reitnum á undan. Hægt að breyta við skráningu reiknings.

  • Skylda greiðsluuppáskrift 2 ef SGM er hærri en - Þá þarf að setja upphæð í næsta reit á eftir og verður þá að skrá greiðslusamþykkjanda fari upphæð í uppáskriftahaus yfir viðmiðunarmörkin.

  • Skylda greisðluuppáskrift 2 ef SGM >= Upphæð - Hér er slegin inn viðmiðunarupphæðin.

  • Sjálfgefinn Greiðsluppáksr.notandi (SGM) 2 - Hægt að láta greiðslusamþykkjanda koma sjálfkrafa að gefnu skilyrði í reitnum á undan. Hægt að breyta við skráningu reiknings.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.