Skip to main content
Skip table of contents

Uppáskriftarnotendur, -hópar og fleira

Uppáskriftanotendur

Undir valmöguleikanum Stjórnun > uppáskriftanotendur er stillt upp hvaða notendur hafa heimildir í Uppáskriftarkerfinu og einnig hversu víðtækar þær heimildir eru.
Hér er einnig stillt upp hvaða númeraraðir ákveðnir notendur eiga að nota, því það er hægt að setja upp sérstaka númeraröð fyrir hvern notanda fyrir sig ef það hentar.


Hægt er að stilla hér ef notandi á að hafa takmarkanir eins og einhver annar notandi með því að fylla inn í reitina Reikningar eins og.. og Víddir eins og... Þá er nauðsynlegt að gera keyrslu til að uppfæra á alla notendurna sömu reikningana.

Uppáskriftarhópar

Hægt er að stofna uppáskriftahópa hér og skrá uppáskrifendur í hóp. Við skráningu reiknings þá er hópurinn settur sem Uppáskriftaaðili. Þá sjá allir þeir sem eru í hópnum þennan reikning og bara einn af þeim sem er í hópnum þarf að samþykkja reikninginn.

Sniðmát uppáskriftalína

Hér má setja upp lykil sem kerfið á að sækja til að fylla sjálfkrafa inn í línu, þegar bókunaruppsetning er valin. Til að hægt sé að nota bókunaruppsetningar, þarf að haka við þar til gerðan reit í Uppáskriftagrunni. Ef bókunartillaga er til fyrir lánardrottinn kemur upp gluggi þar sem hægt er að velja úr bókunartillögum sem til eru fyrir þann lánadrottinn.

Prósentudreifing

Möguleiki er að skipta reikningum eftir ákveðnum hlutföllum milli deilda, samþykkjenda og annarra vídda.


Fyllt er út í hausinn, heiti á dreifingunni og hvaða lykil á að bóka á og lýsingu á fylgiskjalið.
Í línurnar er svo slegið inn deildirnar, samþykkjendur og prósenta fyrir hverja línu, þangað til 100% hefur verið náð í haus.
Notast er við dreifinguna í skráningu reikninga.

Prósentudreifing eftir dagsetningum

Er notað ef mismunandi prósentudreifingar eiga við eftir tímabilum. Yfirleitt ekki notað.

Höfnunarkótar

Hér er stillt upp höfnunarkótum sem notendur þurfa að velja úr ef hakað er við Nota höfnunarkóta í Uppáskriftagrunni.

Reikningar uppáskriftarnotanda

Í þessari valmynd sem hér birtist er stillt upp hvaða reikningum í bókhaldinu uppáskriftaaðilarnir hafa aðgang að. Hægt er að fylla út með því að velja nýtt og velja úr lista nýtt, velja uppáskriftarnotanda, setja inn tegund reiknings og sækja svo viðkomandi reikning. Eða velja nýtt og velja stofna reikning. Hægt að endurtaka fyrir hvern notanda.

Víddir uppáskriftarnotenda

Í þessari valmynd sem hér birtist er stillt upp hvaða víddum í bókhaldinu uppáskriftaaðilarnir hafa aðgang að. Hægt er að fylla út með því að velja nýtt og velja úr lista nýtt, velja uppáskriftarnotanda, setja inn víddarkóta og sækja svo viðkomandi vídd. Eða velja nýtt og velja stofna víddir. Hægt að endurtaka fyrir hvern notanda.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.