Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning Uppáskriftarkerfisgrunns

Til að byrja með þarf að setja Uppáskriftarkerfið upp í Business Central.
Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álfa.  
Til eru tveir álfar, annars vegar til að setja upp uppáskriftargrunn og hins vegar til að setja upp uppáskriftarnotendur. Hægt er að keyra álfana í einu fyrirtæki en láta uppsetninguna líka taka gildi í fleiri fyrirtækjum í einu sem getur verið mjög hentugt.

Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjólið sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.

Veljið Setja upp Uppáskriftargrunn og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.


Við það opnast nýr gluggi Uppáskriftargrunnur. Veljið þar Áfram.

Skref 1. Byrjað er á því að velja bókunaraðferðir. Athugið að ekki er hægt að skipta um bókunaraðferð ef einhverjir reikningar eru í uppáskriftarferli. Ef engin bókun á biðreikninga er valin þá bókast ekkert á fjárhagsreiknings né á lánardrottinn fyrr en reikningurinn er bókaður endanlega. Mælt er með því að bóka skuld á lánardrottinn og á biðreikning.

Skref 2. velja biðreikning ef valið hefur verið að bóka skuld á lánardrottinn. Einnig hægt að velja hvort skuld fari sundurliðuð á biðreikning eða sem ein lína.


Ef valið er að bóka á fjárhagslykil eða lánardrottinn þarf að velja á hvaða biðreikning kostnaðar og skuldarupphæðin á að bókast á.
Veljið Áfram.

Skref 3. Val um hvort leyfa eigi kostnaðardreifingu - oft notað fyrir tryggingar, fasteignagjöld eða annan kostnað sem dreifa á á mánuði.

Ef valið er að virkja kostnaðardreifingu þá þarf að velja hvaða reikningur á að vera biðreikningur kostnaðardreifingar ef ekki er valið að virkja þá er ýtt á áfram.Skref 4. Samþykkt þar sem valin eru þau skilyrði sem eiga við samþykkt haus reiknings.


Skref 5. Samþykki þar sem valin eru þau skilyrði sem eiga við samþykkt línur reiknings.


Skref 6. Höfnun þar sem valin eru þau atriði sem eiga við þegar haus eða línu er hafnað.


Skref 7. Greiðslusamþykkt þar sem hægt er að velja hvort greiðslusamþykkt eigi að vera virk í kerfinu eða ekki.

Ef valið er að greiðsluuppáskrift þá koma fleiri möguleikar sem þarf/er hægt að velja fyrir greiðslusamþykkt.


Skref 7. Senda áminningar.

Ef hakað er í virkja þá bætast við upplýsingar þar sem hægt er að velja fjölda daga og frá hvaða netfangi pósturinn á að berast.

Skref 8. Velja fyrirtæki þar sem uppsetningin á við, hægt að velja fleira en eitt fyrirtæki


Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er Ljúka.


Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur stofnað uppáskriftarnotendur inn í kerfið (Sjá næsta kafla).

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.