Uppsetning Uppáskriftarkerfisgrunns
Til að byrja með þarf að setja Uppáskriftarkerfið upp í Business Central.
Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álfa.
Til eru tveir álfar, annars vegar til að setja upp uppáskriftargrunn og hins vegar til að setja upp uppáskriftarnotendur. Hægt er að keyra álfana í einu fyrirtæki en láta uppsetninguna líka taka gildi í fleiri fyrirtækjum í einu sem getur verið mjög hentugt.
Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjólið sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.

Veljið Setja upp Uppáskriftargrunn og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

Við það opnast nýr gluggi Uppáskriftargrunnur. Veljið þar Áfram.

Byrjað er á því að velja bókunaraðferðir. Athugið að ekki er hægt að skipta um bókunaraðferð ef einhverjir reikningar eru í uppáskriftarferli. Ef engin bókun á biðreikninga er valin þá bókast ekkert á fjárhagsreiknings né á lánardrottinn fyrr en reikningurinn er bókaður endanlega.
Ef valið er að bóka á fjárhagslykil eða lánardrottinn þarf að velja á hvaða biðreikning kostnaðar og skuldarupphæðin á að bókast á.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem þarf að fylla inn sléttunarnákvæmni til að lagfæra auramismun ásamt því hvort móttaka eigi allar vörur við bókun og hvort bóka eigi hverja línu þegar sent er til uppáskriftar.
Til að fá betri skýringu á hverju atriði er hægt að setja músina yfir dálkinn í kerfinu og sjá nánari lýsingu. Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Kostnaðardreifing þar sem hægt er að stilla kostnaðardreifingu á færslum allt upp í 12 mánuði. Ef þið kjósið að kostnaðardreifa ekki neinum reikningum er hægt að skilja þessar stillingar eftir ósnertar.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Samþykkt þar sem valin eru þau skilyrði sem eiga við samþykkt haus reiknings.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Samþykki þar sem valin eru þau skilyrði sem eiga við samþykkt línur reiknings.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Höfnun þar sem valin eru þau atriði sem eiga við þegar haus eða línu er hafnað.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Greiðslusamþykkt þar sem hægt er að velja hvort greiðslusamþykkt eigi að vera virk í kerfinu eða ekki.

Ef valið er að nota greiðslusamþykkt þarf að setja inn stillingar hvað varðar greiðslusamþykktina. Nánari lýsing á öllum stillingum eru aðgengilegar ef músin er sett yfir nafn reitsins.
Veljið Áfram.
Við það opnast næsti gluggi Almennt þar sem er stillt hvort nota eigi sniðmát, hvenær bið á lánardrottnahreyfingu er fjarlægð til að hægt sé að greiða reikning og hvort/hversu mörgum dögum fyrr á að lita reikninga appelsínugula þegar gjalddagi nálgast eða lita reikninga rauða þegar þeir eru gjaldfallnir.
Veljið Áfram.

Þá opnast næsti gluggi Afrita þar sem stillt er hvaðan bókunartillaga er sótt.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Tölvupóstur þar sem settar eru inn stillingar vegna tölvupóstssendinga frá kerfinu.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Senda til uppáskriftar þar sem settar eru stillingar vegna sendingu reikninga til uppáskriftar.
Veljið Áfram.

Þá opnast næsti gluggi Birta þar sem hægt er að stilla hvort allir reikningar og víddir eigi að birtast ef töfluuppsetningar fyrir afmarkanir eru tómar, hvort viðvörun birtist þegar það er til beiðni á lánardrottinn og sýna í uppáskriftarhaus ef sami uppáskriftarnotandi er í öllum línum.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Víddir þar sem valið er hvort afrita eigi víddir af bókuðum uppáskriftarhaus þegar aðgerðin Afrita bókunartillögu er notuð.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Athugasemdir þar sem hægt er að stilla hvort það er skylda að skrá athugasemdir þegar reikningur er bakfærður og hvort geymd sé sagan um breytingar á samþykkjanda í haus.
Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi Sjálfgildi þar sem er valið hvort og þá hver sjálfgefinn uppáskrifandi í haus á að vera.

Þá opnast næsti gluggi Númeraraðir óbókaðra reikninga þar sem valdar eru númeraraðir sem notaðar eru í ferli uppáskriftar.
Veljið Áfram.

Þá opnast næsti gluggi Númeraraðir bókaðra reikninga þar sem valdar eru númeraraðir fyrir bókaða uppáskriftarreikninga. Í Nr.röð bókaðra reikninga Skjöl skal alltaf velja aðra númeraröð en í hinum reitunum og hún skal innihalda stærri númeraröð því hún er notuð til að geyma sölu uppáskr.hauss í gegnum allt ferlið.
Veljið Áfram.

Næst opnast næsti gluggi þar sem valdar eru stillingar fyrir verk ef verkbókhald er í notkun. Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er fyrirtækin sem á að setja uppáskriftarkerfið upp í. Veldu Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er Ljúka.

Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur stofnað uppáskriftarnotendur inn í kerfið (Sjá næsta kafla).