Skip to main content
Skip table of contents

Verkraðir

Hægt er að setja upp verkraðir til að auka sjálfvirkni. T.d. minna samþykkjendur á ósamþykkta reikninga með tölvupósti, fjarlægja bið af lánardrottnafærslum eða til að fjöldasamþykkja og/eða fjöldabóka uppáskriftareikninga.
Verkraðarfærslur er hægt að finna með því að fara í leitarhaminn og slá inn verkraðarfærslur.
Sá aðili sem stofnar verkröð verður að vera skráður sem uppáskriftarnotandi.
Fyrir Uppáskriftarkerfi er hægt að nota þessar verkraðir:

  • Skýrsla 10008015 – Senda sundurliðaðað ítrekun í tölvupósti

  • Skýrsla 10008016 – Senda ítrekun í tölvupósti

  • Skýrsla 10008002 – Fjöldasamþykkja uppáskriftareikninga

  • Skýrsla 10008000 – Fjöldabóka uppáskriftareikninga

  • Skýrsla 10007951 – Fjarlægja bið af lánardrottnahrefyingum


Til að geta sent tilkynningar í tölvupósti, þarf að gæta þess að skoða stillingar í Uppáskriftargrunni undir Tölvupóstur.


  • Gjalddagaútreikningur fyrir áminningartölvupóst - Tilgreinir sjálfgefna afmörkun á gjalddaga í áminningartölvupóstum ef notandi tilgreinir ekki sjálfur afmörkun.

  • Sjálfgefið tölvupóstfang (frá) - Tilgreinir frá hvaða netfangi áminningartölvupóstur er sendur frá.

  • Birta hlekki í vefbiðlara í tölvupóstum - Tilgreinir hvort það er hkekkur í vefbiðlara (client) í tölvupóstum.

Hér er dæmi um hvernig verkröðin lítur út.
Það þarf að ákveða á hvaða dögum á að keyra verkröðina, upphafstíma og hámarksfjölda tilrauna til keyrslu.
Byrjað á því að finna verkraðarfærslur og smella á Nýtt fyrir nýja færslu.



Þá opnast færsluspjald verkraðar.



Neðar á spjaldinu er flipinn Endurtekning. Þar er skráð á hvaða dögum skýrslan á að vinna og klukkan hvað.



Þegar búið er að fylla út í reitina þarf að virkja keyrsluna með því að fara í Vinna og velja aðgerðina Breyta stöðu í tilbúið. Og því næst að velja Endurræsa. Þá á skýrslan að keyrast á þeim tíma sem er skráður á flipanum Endurtekning.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.