Uppsetning kortategunda
Kortategundir
Fyrsta skref er að setja upp kortategundir, þá er farið í stjórnun og þar valið kortategundir. Hafi uppsetningaraðstoð verið notuð þá þarf að opna viðkomandi tegund til að klára uppsetningu.
Almennt
Reitur | Skýring |
---|---|
Kóti | Tilgreinir heiti korts. |
Kortategund | Tegund korts, Visa , Euro eða annað. |
Lýsing kortategundar | Tilgreinir nánari lýsingu á kóta. |
Tegund samþykktar | Tilgreinir tegund samþykktar, autt, færslubók eða uppáskrift. |
Stofna kortanúmer sjálfkrafa | Tilgreinir hvort stofna eigi kortanúmer sjálfkrafa sem ekki er til í kerfinu. |
Stofna lánardrottna í innlestri | Tilgreinir hvort stofna eigi lánardrottna sjálfkrafa við innlestur. Athugið að kennitala þeirra lánadrottna sem hafa erlendan færsluhirði skilar sér ekki í kortakerfið. |
Sniðmát lánardrottna | Ef hakað er í Stofna lánadr við innlestur opnast þesski reitur. Tilgreinir lánardrottin sem kerfið notar sem sniðmát þegar lánardrottinn er stofnaður sjálfkrafa. Ekki nauðsynlegt að fylla út. |
Bandstrik í kennitölu | Ef notast er við bandstrik í kennitölu þarf að haka í þennan reit. |
Stofna kort sjálfkrafa sem ldr | Ef bóka á færslur á kortanúmer þurfa kort að vera til sem lánardrottnar. |
Sniðmát korta | Ef hakað er í stofna kort sjálfkrafa sem ldr opnast þessi reitur. TIlgreinir lánardrottinn ( kortanúmer) sem kerfið notar sem sniðmát þegar kort er stofnað sjálfkrafa sem lánardrottinn. |
XML-Samskipti
Reitur | Skýring |
---|---|
Nota XML beintengingu | Tilgreinir hvort verið er að sækja í gegnum vefþjónustu. |
Heiti XML taga | Upplýsingar sem eru forskráðar á vef kortafyrirtækis, td fjárhagslyklar, deildir og víddir. Heiti viðkomandi reits þarf að slá inn hér |
Notendanafn - bein tenging | Tilgreinir notendanafn frá kortafyrirtæki |
---|---|
Lykilorð - bein tenging | Tilgreinir lykilorð |
Vefþjónustuslóð | Tilgreinir vefþjónustuslóð Valitor |
Vefþjónustuslóð reikninga | Tilgreinir vefþjónususlóð reikning, almennt hafður auður |
Skráarslóð | Tilgreinir skráarslóð |
Skráarsafn geymsluskráar | Tilgreinir skrárslóð þar sem afrit af innlesnum reikningum eru geymd |
Núm.sería fyrir afrit skeyta | Tilgreinir slóð á númeraröð fyrir geymslu á innlesnum skrám. |
Textaskrár-samskipti
Reitur | Skýring |
---|---|
Skráarslóð | Tilgreinir skráarslóð. |
Staðsetning i textaskrá | Upplýsingar sem eru forskráðar á vef kortafyrirtækis, t.d. fjárhagslyklar, deildir og víddir. Heiti viðkomandi reits þarf að slá inn hér. |
Skráarsafn geymsluskrár | Tilgreinir skrárslóð þar sem afrit af innlesnum reikningum eru geymd. |
Núm.sería fyrir afrit skeyta | Tilgreinir slóð á númeraröð fyrir geymslu á innlesnum skrám. |
Bókun
Reitur | Skýring |
---|---|
Heiti bókarsniðmáts | Tilgreinir heiti bókarsniðmáts sem notað er þegar bókað er í gegnum færslubók. |
Heiti bókarkeyrslu | Tilgreinir þá færslubók sem á að færa í. |
Bókun korta | Tilgreinir hvernig bóka á kortafærslurnar. Ef valið er að bóka á kort eru færslurnar bókaðar inn á lánardrottinn kortsins. Ef valið er bóka á kortafyrirtæki þá eru færslurnar bókaðar inná lánardrottinn kortafyrirtækisins. Ef valið er Bóka á kort og síðan á kortafyrirtæki þá er bókað á báða. |
Lánardrottinn kortafyrirtækis | Tilgreinir kennitölu kortafyrirtækis. |
Bókun á verslun ( lánardr) | Tilgreinir hvort bóka eigi færslur inná lánardrottinn verslunar. Ef halda á utan um viðskipti við verslun þá er valið að bóka á verslunina. |
Stofnun mótfærslu í færslubók | Tilgreinir hvernig mótfærsla er bókuð í færslubók. Pr. færslu. Ein mótfærsla er mynduð fyrir hverja færslu sem flutt er inn í færslubók (oftast notað). Pr. dag: Mótfærsla er mynduð fyrir hverja dagsetningu (ekki hægt að nota ef bókað er á ldr verslun) Pr. innlestur: Aðeins ein mótfærsla er mynduð fyrir allar færslur sem fluttar hafa verið í færslubók (ekki hægt að nota ef bókað er á ldr. ( verslun) |
Bóka færslubók sjálfkrafa | Tilgreinir hvort bóka eigi færslubókina sjálfkrafa. |
Nota fyrstu leyfðu bókunadags | Ef úttektardagur er utan leyfilegar bókunardagsetninga, bókar kerfið viðkomandi færslu á fyrstu leyfðu bókunardagsetningu ef hakað er í þennan reit. |
Texti samsettur í færslubók | Tilgreinir hvernig lýsing viðkomandi færslu í færslubók er mynduð. |
Prenta dagbók við bókun | Tilgreinir hvort eigi að prenta dagbók við bókun. |
Biðlykill kreditkorta | Tilgreinir biðlykil kreditkorta. |
Fastur gjaldmiðill | Tilgreinir gjaldmiðil. |
Uppáskriftarkerfi
Reitur | Skýring |
---|---|
Nota uppáskriftarkerfið | Tilgreinir ef nota á uppáskriftarkerfi |
Skráning reikning í uppáskriftarkerfið | Tilgreinir hvort mynda eigi uppáskriftarreikninga í skráning reikninga eða í reikningar í uppáskrift. |
Fastur gjaldmiðill | Tilgreinir gjaldmiðilskóta sem á að nota í bókun færslna. |
Sækja upphæð úr: | Tilgreinir hvort eigi að nota upphæð eða erlenda upphæð í bókun. |
Millif. af korti yfir á kortaf | Tilgreinir hvort eigi að millifæra af korti yfir á kortafyrirtæki. |
LDR.nr greiðslukortafyrirtækis | Tilgreinir lánardrottinn kortafyrirtækis. |
Leyfiskerfi Wise
Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.