Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning kortategunda

Kortategundir

Fyrsta skref er að setja upp kortategundir, þá er farið í stjórnun og þar valið kortategundir. Hafi uppsetningaraðstoð verið notuð þá þarf að opna viðkomandi tegund til að klára uppsetningu.




Almennt

ReiturSkýring
KótiTilgreinir heiti korts.
KortategundTegund korts, Visa , Euro eða annað.
Lýsing kortategundarTilgreinir nánari lýsingu á kóta.
Tegund samþykktarTilgreinir tegund samþykktar, autt, færslubók eða uppáskrift.
Stofna kortanúmer sjálfkrafaTilgreinir hvort stofna eigi kortanúmer sjálfkrafa sem ekki er til í kerfinu.
Stofna lánardrottna í innlestriTilgreinir hvort stofna eigi lánardrottna sjálfkrafa við innlestur. Athugið að kennitala þeirra lánadrottna sem hafa erlendan færsluhirði skilar sér ekki í kortakerfið.
Sniðmát lánardrottnaEf hakað er í Stofna lánadr við innlestur opnast þesski reitur.  Tilgreinir lánardrottin sem kerfið notar sem sniðmát þegar lánardrottinn er stofnaður sjálfkrafa.  Ekki nauðsynlegt að fylla út.
Bandstrik í kennitöluEf notast er við bandstrik í kennitölu þarf að haka í þennan reit.
Stofna kort sjálfkrafa sem ldrEf bóka á færslur á kortanúmer þurfa kort að vera til sem lánardrottnar.  
Sniðmát kortaEf hakað er í stofna kort sjálfkrafa sem ldr opnast þessi reitur. TIlgreinir lánardrottinn ( kortanúmer) sem kerfið notar sem sniðmát þegar kort er stofnað sjálfkrafa sem lánardrottinn.

XML-Samskipti

ReiturSkýring
Nota XML beintenginguTilgreinir hvort verið er að sækja í gegnum vefþjónustu.
Heiti XML tagaUpplýsingar sem eru forskráðar á vef kortafyrirtækis, td fjárhagslyklar, deildir og víddir.  Heiti viðkomandi reits þarf að slá inn hér 
Notendanafn - bein tengingTilgreinir notendanafn frá kortafyrirtæki
Lykilorð - bein tengingTilgreinir lykilorð
VefþjónustuslóðTilgreinir vefþjónustuslóð Valitor
Vefþjónustuslóð reikningaTilgreinir vefþjónususlóð reikning, almennt hafður auður
SkráarslóðTilgreinir skráarslóð  
Skráarsafn geymsluskráarTilgreinir skrárslóð þar sem afrit af innlesnum reikningum eru geymd
Núm.sería fyrir afrit skeytaTilgreinir slóð á númeraröð fyrir geymslu á innlesnum skrám.



Textaskrár-samskipti

ReiturSkýring
SkráarslóðTilgreinir skráarslóð.
Staðsetning i textaskráUpplýsingar sem eru forskráðar á vef kortafyrirtækis, t.d. fjárhagslyklar, deildir og víddir.  Heiti viðkomandi reits þarf að slá inn hér. 
Skráarsafn geymsluskrárTilgreinir skrárslóð þar sem afrit af innlesnum reikningum eru geymd.
Núm.sería fyrir afrit skeytaTilgreinir slóð á númeraröð fyrir geymslu á innlesnum skrám.

Bókun

ReiturSkýring
Heiti bókarsniðmátsTilgreinir heiti bókarsniðmáts sem notað er þegar bókað er í gegnum færslubók.
Heiti bókarkeyrsluTilgreinir þá færslubók sem á að færa í.
Bókun kortaTilgreinir hvernig bóka á kortafærslurnar. Ef valið er að bóka á kort eru færslurnar bókaðar inn á lánardrottinn kortsins. Ef valið er bóka á kortafyrirtæki þá eru færslurnar bókaðar inná lánardrottinn kortafyrirtækisins. Ef valið er Bóka á kort og síðan á kortafyrirtæki þá er bókað á báða.
Lánardrottinn kortafyrirtækisTilgreinir kennitölu kortafyrirtækis.
Bókun á verslun ( lánardr)Tilgreinir hvort bóka eigi færslur inná lánardrottinn verslunar. Ef halda á utan um viðskipti við verslun þá er valið að bóka á verslunina.
Stofnun mótfærslu í færslubók

Tilgreinir hvernig mótfærsla er bókuð í færslubók.

Pr. færslu. Ein mótfærsla er mynduð fyrir hverja færslu sem flutt er inn í færslubók (oftast notað).

Pr. dag:  Mótfærsla er mynduð fyrir hverja dagsetningu  (ekki hægt að nota ef bókað er á ldr verslun)

Pr. innlestur:  Aðeins ein mótfærsla er mynduð fyrir allar færslur sem fluttar hafa verið í færslubók  (ekki hægt að nota ef bókað er á ldr. ( verslun)

Bóka færslubók sjálfkrafaTilgreinir hvort bóka eigi færslubókina sjálfkrafa.
Nota fyrstu leyfðu bókunadagsEf úttektardagur er utan leyfilegar bókunardagsetninga, bókar kerfið viðkomandi færslu á fyrstu leyfðu bókunardagsetningu ef hakað er í þennan reit.
Texti samsettur í færslubókTilgreinir hvernig lýsing viðkomandi færslu í færslubók er mynduð.  
Prenta dagbók við bókunTilgreinir hvort eigi að prenta dagbók við bókun.
Biðlykill kreditkortaTilgreinir biðlykil kreditkorta.
Fastur gjaldmiðillTilgreinir gjaldmiðil.




Uppáskriftarkerfi

ReiturSkýring
Nota uppáskriftarkerfiðTilgreinir ef nota á uppáskriftarkerfi
Skráning reikning í uppáskriftarkerfiðTilgreinir hvort mynda eigi uppáskriftarreikninga í skráning reikninga eða í reikningar í uppáskrift.
Fastur gjaldmiðillTilgreinir gjaldmiðilskóta sem á að nota í bókun færslna.
Sækja upphæð úr: 

Tilgreinir hvort eigi að nota upphæð eða erlenda upphæð í bókun.

Millif. af  korti yfir á kortafTilgreinir hvort eigi að millifæra af korti yfir á kortafyrirtæki.
LDR.nr greiðslukortafyrirtækisTilgreinir lánardrottinn kortafyrirtækis.

Leyfiskerfi Wise

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.