Uppsetning kreditkorts
Hér þarf að fylla út upplýsingar fyrir hvert kort:
Almennt
Reitur | Skýring |
---|---|
Kortategund | Tilgreinir tegund korts. |
Kortanúmer | Tilgreinir númer korts í samræmi við það sem sótt er til kortafyrirtækis. |
Korthafi | Nafn korthafa. |
Kennitala korthafa | Kennitala korthafa. |
Notandakenni | Tilgreinir þann notanda sem kortið tilheyrir. |
Lokað | Tilgreinir hvort kortið sé opið eða lokað. |
Kortaflokkur | Tilgreinir flokkinn sem kortið tilheyrir. |
Teg.reikn.einkaúttektar | Tilgreinir tegund reiknings sem einkafærslur bókast á. |
Reikningsnr.einkaúttektar | Tilgreinir reikning sem einkaúttekt bókast á. |
Samþykkt áskilinn | Tilgreinir hvort samþykkja þurfi færslur áður en bókað er. |
Samþykkjandi | Tilgreinir samþykkjanda fyrir þetta kort. |
Bakfærsludagur biðfærslna | Tilgreinir dagsetningu hvenær biðfærslur eiga að bakfærast. |
Bókun
Reitur | Skýring |
---|---|
Tegund samþykktar | Tilgreinir hvort bóka eigi í færslubók eða senda færslur í uppáskrift. |
Heiti bókarsniðmáts | Tilgreinir tegund sniðmáts færslubókar þegar bókað er í færslubók. |
Heiti bókarkeyrslu | Tilgreinir heiti færslubókar. |
Uppáskrift
Reitur | Skýring |
---|---|
Uppáskriftarnotandi | Tilgreinir hver samþykkir uppáskriftarlínu. |
Sameina færslur í uppáskriftarhaus | Tilgreinir hvort færslur séu sameinaðar í eina færslu, eða búin til sér uppáskriftarreikningur fyrir hverja færslu. |
Yfirmaður | Tilgreinir hver samþykkir uppáskriftarreikning. |
Sjálfg. lánardr. í uppáskrift | Tilgreinir lánadrottinn sem notaður er þegar færslur eru sameinaðar á uppáskriftareikning. Oft er þetta lánardrottinn kortsins. |
Víddir
Reitur | Skýring |
---|---|
Deild kóti | Tilgreinir kóða fyrir vídd 1. |
Verkefni Kóti | Tilgreinir kóða fyrir vídd 2 |