Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Færslur eru lesnar inn í kerfið, yfirfarnar og upplýsingum bætt við ef þarf.

Innlestur færslna

Valið er lesa inn kortafærslur. Það er hægt að lesa inn einstaka kort eða öll í einu. Afmarka þarf á dagsetningu, velja eindaga eða þá að afmarka á ákveðið tímabil.

Reitur

Skráning

Kortaflokkur

Tilgreinir kortaflokkinn sem kortið tilheyrir.

Kort

Hér er valið hvort lesa eigi inn kortafærslur fyrir öll kort eða valin kort.

Kortanúmer

Ef lesið er inn valið kort þarf að setja inn númer þess hér.

Dagsetningar

Val um hvort lesa eigi inn eftir eindaga eða afmörkun á færsludagsetningu

Eindagi

Tilgreinir frá hvaða degi á að lesa inn færslur ef notuð er afmörkun en annars hver eindaginn er.

Dags. til

Tilgreinir til hvaða dags á að lesa inn færslur.

Ástand

Tilgreinir stöðu færslanna sem á að lesa inn. Staðan er sett á innkaupavef fyrirtækisins.

Hægt er að velja um: ómerktar færslur, nýjar færslur, breyttar færslur, tilbúnar færslur, samþykktar færslur og áður sóttar færslur.

Því næst er valið að sækja færslur. Færslurnar fara þá í óbókaðar kortafærslur á viðkomandi kortum undir kreditkortalisti.

Vinnublað kortafærslna

Hér að ofan er glugginn sem opnast. Hann skiptist í línur og upplýsingasvæði. Upplýsingarsvæðið sýnir ýmsar tölulegar upplýsingar.

Í glugganum er hægt að framkvæma ýmsar aðgerðir sem eru útskýrðar hér fyrir neðan:

Reitur

Skráning

Stjórna

Hér er hægt að velja að eyða völdum línum.

Innlestur

Innlestur færslna frá kortafyrirtæki, sama aðgerð og er lýst hér að ofan.

Bóka

Með að velja þennan hnapp þá eru færslurnar sendar í færslubók eða í uppáskriftarreikning eftir hvor uppsetningin er notuð.

Skipta línu

Hér er færslunni skipt upp í tvær eða fleiri línur sem gæti verið hentugt ef til dæmis tveir aðilar þurfa að samþykkja sitthvora upphæðina sem er inn á sömu færslu eða á að bóka á sitthvora deildina/fjárhagsreikning.

Samþykkja valdar línur

Hér samþykkir viðkomandi línurnar sem á að samþykkja ef uppsetning kerfisins krefst þess að þær séu samþykktar.

Breyta stöðu línu

Ef breyta á stöðu færslu úr óbókað yfir í bókað þá er þessi aðgerð notuð.

Villutékka

Athugað hvort einhverjar upplýsingar vanti áður en bókað er, t.d. hvernig línan bókast.

Forskoða bókun

Hægt að skoða hvernig bókunin mun bókast.

Bóka á biðlykil

Ef færslur eru bókaðar á biðlykil í fjárhagskerfi fyrirtækisins.

Tengt

Flýtileið á spjald kreditkortsins.

Skýrslur

Hægt að taka út kortayfirlit og samantekt óbókaðra kortafærslna.

Færslur

Yfirlit yfir bókaðar kortafærslur er undir hverju korti. Þar er hægt að breyta stöðu úr bókað í óbókað ef þörf er á.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.