Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetningaraðstoð

Leiðbeiningar með útgáfu af Mannauðskerfi Wise fyrir BC19 og nýrra.

Áður en álfurinn er keyrður þarf að stofna notanda í töflunni Notandauppsetning sem hægt er að finna með því að leita í leitarglugganum í efra hægra horninu.

Aðstoð við uppsetningu á kerfi tekur fyrir þau skref sem þarf að fara í gegnum til að setja upp kerfið. Ekki er um kennslubók að ræða. Uppsetning á kerfi fer fram með aðstoð Uppsetningarálfs (e. Wizard) kerfisins og útlistað hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar og notandi er leiddur í gegnum uppsetningu skref fyrir skref.


Velkomin

Við viljum byrja á því að bjóða þig hjartanlega velkomin í viðskipti til Wise. Í þessu skjali förum við skref fyrir skref yfir uppsetningu á sérkerfinu Mannauðskerfi Wise í Business Central.

Uppsetning

Til að byrja með þarf að setja Mannauðskerfi Wise upp í Business Central.
Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álf.  Hér getur starfsmaður Wise þurft að útskýra eitthvað aðeins meira.

Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól

sem er staðsett efst í hægra horni vafrans:

Veljið Setja upp Mannauðskerfi Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni:

Við það opnast nýr gluggi Álfur fyrir stofngögn mannauðskerfis. Veljið þar Áfram:

Veljið Næst > Ljúka og þá er kerfið klárt.

Athugið að það þarf að stofna notanda sem notanda Launakerfis líka og þar er gefin afmörkun á þá útborgunarhópa sem viðkomandi á að geta séð í Mannauðskerfinu. Þetta er síðan líka sett á notandaspjald viðkomandi starfsmanns í Mannauðskerfinu. En það er nánar skýrt í handbókinni.


Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.


Leyfiskerfi Wise

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.
Til viðbótar þurfa notendur að hafa þessar heimildir:
BASE GRUNN
HR-EMPLOYEE
Þeir sem eiga ekki bara að geta lesið heldur stýrt og mega sjá allt þurfa að hafa heimildirnar;

HR-CONFIDENTIAL
HR-EMPLOYEE, EDIT
HR-SETUP

Eftir að uppsetning lýkur verður Mannauðskerfi Wise strax virkt í kerfinu.


Þjónustuborð Wise

Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju. 

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise


Gagnlegir hlekkir

Hér fyrir neðan má finna nokkra hjálplega hlekki fyrir Business Central notendur. Smelltu á nafnið til að opna hlekkinn í vafra. Athugið að hlekkirnir eru á ensku.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.