Skip to main content
Skip table of contents

Handbók fyrir Mannauðskerfi Wise

Mannauðskerfið er þungamiðja mannauðsins og nýtingar á honum. Skráningar og úrvinnsla gagna er sniðið jafnt fyrir mannauðsstjórnun og fjármálastjórnun fyrirtækis. Kerfið auðveldar utanumhald um starfsmenn, þekkingu þeirra, hæfni og reynslu, endurmenntun, fylgihluti starfsmanna, starfsmannasamtöl og ráðningarferli.

Hægt er að tengja skjöl við starfsmann og opna beint úr kerfinu þegar þörf er á s.s. prófskírteini, ráðningasamninga o.fl.  Upplýsingar úr mannauðskerfinu er hægt að skoða í handhægum skýrslum sem eru flokkaðar í skýrslukafla eftir tegundum.

Einnig er tenging við launakerfið en hægt er að bæta við helstu upplýsingum fyrir launakerfið og láta gögn flæða milli kerfa í einstaka hlutum.

Wise gefur út handbók fyrir öll þau sérkerfi sem fyrirtækið hefur þróað. Handbækurnar taka fyrir virkni kerfanna og er því ekki um kennslubók að ræða. Farið er í gegnum aðalvalmynd kerfisins þar sem útskýrt er hvaða upplýsingar þar eru geymdar og hvaða virkni er í boði hverju sinni.

Þessi handbók fyrir Mannauðskerfi Wise fylgir útgáfu BC20 eða nýrri.

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

Þjónustuborð og frekari aðstoð

Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju. 

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise

Almennt um Wise

Wise er stærsti og einn öflugasti söluaðili á Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaði á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga.  Wise býður mikið úrval hugbúnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins.  Innan Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Þar fyrir utan hefur fyrirtækið sjálft hannað mikinn fjölda lausna fyrir íslenskan markað og jafnframt náð ágætis árangri í útflutningi á lausnum sínum og þjónustu.
Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.

Á flóknum úrlausnarefnum er gjarnan hægt að finna einfalda lausn. Það er okkar markmið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.