Skip to main content
Skip table of contents

Boðgreiðslur

Þegar um kortagreiðslur er að ræða þarf að fara í boðgreiðslur og stofna bunka. Það er gert með því að fara í Boðgreiðslur í aðalvalmynd – Bunkar boðgreiðslu og smellt á hnappinn Stofna bunka.

Velja þarf innheimtuaðila og keyrslunúmer til að stofna bunka. Innheimtuaðili er valinn og bunki sendur, bunkinn sendist þá til innheimtuaðila. Svar berst um að kortafærsla sé staðfest og er þá bunki bókaður.

Þegar búið er að búa til og senda bunkann þarf að staðfesta hann.  Það er gert með því að fara í Bunki - Staðfesta bunka. Þegar villuskráin er komin er farið inn í boðgreiðslurnar og hugsanlega þarf að ógilda einhverja seðla. Þá býður kerfið upp á að breyta innheimtutegundinni í greiðsluseðil svo hægt sé að innheimta á viðkomandi áfram ef kortið virkar ekki. Eftir að bunkinn hefur verið leiðréttur er hann bókaður og færast þá greiðslur inn í Inngreiðslubók.

Hnappayfirlit

Borgun

  • Senda bunka - Senda bunka til innheimtu hjá Borgun.

  • Sækja frumstöðu bunka - Sækja svarskrá frá Borgun vegna villuskoðunar.

  • Sækja svar við bunka - Nokkrum sinnum á dag vinnur Borgun úr innsendum kröfum. Þessi aðgerð sækir svarskrá frá Borgun við þeirri úrvinnslu, t.d. viðvörun ef einhverjum kortum hefur verið lokað eða hafnað.

Valitor

  • Senda bunka - Senda bunka til innheimtu hjá Valitor.

  • Sækja svar við bunka - Tvisvar á dag vinnur Valitor úr innsendum kröfum. Þessi aðgerð sækir svarskrá frá Valitor við þeirri úrvinnslu, t.d. viðvörun ef einhverjum kortum hefur verið lokað eða hafnað.

  • Eyða bunka - Einungis er hægt að eyða bunka ef kröfur hafa ekki verið stofnaðar hjá Valitor. Valitor keyrir stofnkeyrslur fyrir kröfur tvisvar á dag, kl 11 og 15.

Krafa

  • Krafa - Opnar spjald kröfunnar

  • Kröfuyfirlit - Opnar kröfuyfirlit og er bendillinn staddur í línu viðkomandi kröfu.

Viðsk.maður

  • Spjald - Opnar spjald viðskiptamanns.

  • Listi yfir kröfur - Opnar kröfuyfirlit og birtir lista yfir allar kröfur sem skráðar eru á viðkomandi viðskiptamann.

Bunki

  • Yfirlit - Listi yfir alla bunka.

  • Stofna bunka - Stofna nýjan bunka.

  • Bóka bunka - Bóka bunka.

  • Breyta merktum kröfum í greiðsluseðla - Þessi aðgerð tekur viðkomandi kröfur úr boðgreiðslum og býður uppá að stofna greiðsluseðil.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.